Leita í fréttum mbl.is

Sælkerakvöldmatur ala Dr. Doolittle

Eyvinn sá um kvölmatinn í kvöld og ákvað kallinn að snara fram rétti sem kallast Cannelloni Toselli Doolittle. 

Þessi réttur er eiginlega nokkuð einfaldur það sem þarf að gera er að byrja á að hita ofninn í 200 gráður, taka réttinn úr kassanum og skella í ofninn, þetta er svo látið bakast í rétt rúmlega hálftíma skv. leiðbeiningum framleiðanda eða þar til osturinn er orðinn flottur.  Mikilvægt er að muna eftir að taka plastfilmuna ofan af álboxinu sem rétturinn er í, það stendur a.m.k. stórum stöfum á kassanum.

Borið fram með frábæru H&M Dídusaltati smakkaðist Cannelloniið alveg svaka vel og verður lengi í minnum haft sem besti pakkamatur sem Dr. Doolittle hefur gert í langan tíma.

Þessu var svo skolað niður með allsvakalegu Rynkeby vatni sem var tappað á flöskur fyrir nokkrum dögum.  Eðal drykkur alveg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband