Leita í fréttum mbl.is

Fyrir hvað er verið að þakka þessum mönnum?

Eyvinn hefur veitt því athygli að nokkrir þjálfarar hafa fengið að fjúka í fótboltanum undanfarið.  Allir nema einn vegna afar slaks gengis og þessi eini fyrir að rífa kjaft útaf hræðilegri dómgæslu einhverstaðar lengst útá landi. 

Það sem hefur einnig vakið athygli Eyvans er að í lok allra þessara fréttatilkynninga frá liðunum  færa stjórnir þessara liða fyrrverandi þjálfurunum bestu þakkir.  Fyrir hvað?  Menn eru greinilega ósáttir við það sem gert hefur verið, af hverju þá það þakka fyrir?  Tökum Akranes sem dæmi liðið var farið að spila þann allra leiðinlegasta fótbolta sem sést hefur í heiminum og víðar ef það er möguleiki á þessu tímabili undir stjórn Gauja Þórðar, þökkum fyrir það.  Takk, takk.

Svo fannst Eyvanum fyndinn dómurinn í máli Jónasar "þið eruð allir ömurlegir dómara hér fyrir norðan" Hallgrímssonar, einn leikur í bann, bara fyndið gæjinn hefði verið settur í átjánhundruð20ogfimm mínútna bann allstaðar annarstaðar í heiminum.  Reyndar er það tilfinning Eyvans að hann hafi nú eitthvað til síns máls kallinn, held að menn færu nú ekki að koma með svona svaka yfirlýsingar nema það væri eitthvað til í þeim.

Hér má lesa um mál Jónasar ef menn vilja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband