Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Fataskápurinn....

Verð eiginlega að halda áfram skrifum mínum um samband okkar Dídu, það er svo rosalega skemmtilegt að rifja þetta alltsaman upp.  Bjargar eiginlega bara deginum.

Þegar hér er komið við sögu erum við búin að vera að dúlla okkur í rúman mánuð.

Minnir að þetta hafi verið á þriðjudagseftirmiðdegi og Eyvinn var nýbúinn að vera að spjalla við samstarfs- og námsmanninn Kobbs en í þessu samtali tjáði Kobbinn Eyvanum það að Laufey hans ágæta kona hefði komist í fataskápinn hans og hreinlega hent öllum fötum sem þar voru og keypt ný.  Man að svar Eyvans við þessu var eitthvað á þá leið að svona ættu konur bara ekki að gera. 

Það fyrsta sem hljómaði í eyrum Eyvans þegar hann kom heim þetta kvöld var "Elskan, ég tók öll fötin sem voru í skápnum þínum, gaf Rauða krossinum og keypti ný handa þér"

"Frábært"  sagði ég og brosti alveg hringinn.  En hugsanir Eyvans á þessari stundu má örugglega ekki setja á Moggabloggið.

Eyvinn settist uppí Tuma (Bíllinn sem við höfðum til afnota á þessum tíma) og brunaði beint á fund samstarfs- og námsmannsins Kobbs sem eins og áður sagði hafði lent í nákvæmlega sömu stöðu þennan sama dag.  Skrýtin tilviljun.  Við félagarnir ræddum máilin stutta stund íklæddir nýju fötunum sem konurnar höfðu keypt í Vinnufatabúðinni á lítinn pening.  Þetta samtal okkar var fyrir einhverja ótrúlega tilviljun tekið upp á myndband sem Eyvinn hefur ákveðið að setja hér.  

Grín, það er hér.

Svona í smá framhaldi af þessu þá var Eyvinn á ferðalagi um Spán nokkrum árum seinna og hitti þar leigubílstjóra sem var í þessari líka fínu Hagkaupspeysu sem var merkt: Eyvi kerrutæknir.   Og Eyvinn er ekki að grínast.  Dagsatt.

 


Borgarbarnið flytur í sveitina...

Það eru margir sem hafa velt því fyrir sér hvernig Eyvinn fór að því að plata Díduna, borgarbarnið sjálft til að setjast að í Innri-Njarðvík eða týndu Njarðvík eins og þessi hluti Reykjanesbæjar er kallaður í daglegu tali.

Já, það er saga að segja frá  því.  Ekkert rosalega löng en saga samt.

Eftir þessa tvo daga sem við höfðum deitað var nokkuð ljóst að Eyvinn var fallinn fyrir stúlkukindinni og því þurfti að beita öllum brögðum til að sannfæra Díduna um að flytja í sveitina.  Fyrsta skrefið var hreinlega að passa það að hún kæmist ekki í burtu.  Í því skini samdi Eyvinn við bestu vinkonunu Dídunar hana Rizzo Sif um að aka stelpunni í sveitina og stinga svo af þegar lítið bæri á, næsta skref var að aftengja alla síma þannig að hún gæti ekki hringt í pabba sinn til að láta sækja sig og þriðja skrefið í þessari snilldaraðgerð Eyvans var að fá alla nágranana til að þykjast ekki vera heima ef gullfalleg stelpa bankaði uppá til að fá að hringja.  Þetta var heilmikið pússluspil en heppnaðist bara nokkuð vel, eiginlega bara fullkomlega.

Þá var bara eftir að sannfæra Díduna um að það væri sniðugt að setjast að í týndu, byggja hús og eignast börn með Eyvanum.

Eftir smá rannsóknarvinnu, Gúggl og viðtöl við fjölda manns úr fjölskyldu Dídunnar vissi Eyvinn nákvæmlega hvað þyrfti að segja til þess að aðgerðin "Dídan til týndu Njarðvíkur" gengi upp og má sjá þetta samtal sem var tekið upp með falinni myndavél í heild sinni hér.

 


Dagurinn eftir fyrsta deit...

Daginn eftir þetta fyrsta deit Eyvans og Dídunnar sem ritað er um í færslunni hér á undan hélt Eyvinn á fund samstarfsfélagans og námsmannsins Kobbs til að ræða málin og fá hans álit á hinni glæsilegu nýju kærustu.  Eins og flestir vita er Kobbinn einstaklega hreinskilinn maður sem segir sína skoðun alveg beint út.  Þetta samtal Eyvans og Kobbans náðist á myndband eins og svo margt annað sem tengist sambandi Hr. E og frú D og má sjá brot úr því hér.

Eftir þetta spjall við Kobbann hélt Eyvinn útá lífið, einn að þessu sinni því Dídan hafði ákveðið að eyða smá tíma með vinkonum sínum áður en sambandið við Eyvann tæki öll völd og hún myndi einangrast í týndu Njarðvík. 

Sökum vinsælda Eyvans hjá hinu kyninu í bítlabænum Keflavík hafði Dídan svolitlar áhyggjur af þessu pöbbarölti litla mannsins með stóra hjartað.  Hélt að Karlinn myndi gera eitthvað af sér en til að taka af allan vafa um það var myndatökumaður hafður með í för og eins og sjá má hér voru áhyggjur Dídunnar með öllu óþarfar. 

 


Myndband frá fyrsta deitinu...

Eyvinn fékk tölvupóst í kvöld sem er í sjálfu sér ekki merkilegt fyrir utan viðhengið sem fylgdi þessari sendingu en það var myndband sem tekið var á fyrsta alvöru stefnumóti Eyvans og Dídunnar.

Þetta kvöld er Eyvanum í fersku minni kallinum finnst nánast eins og gerst hafi í gær þrátt fyrir að liðin séu um það bil sjö ár og þrjú börn komin til sögunnar.  Við skötuhjúin höfðum klætt okkur upp, Dídan í dökkum kjól og Eyvinn í nýju hvítu jakkafötunum sem voru keypt sérstaklega fyrir þetta kvöld og hafa ekki verið notuð síðan Wink en hvað um það umrætt myndband er tekið seinnipart þessa ágæta stefnumóts nánar tiltekið þegar við vorum komin á stað ungafólksins í bítlabænum Keflavík, Ránna.  Man reyndar líka að á þessum tíma var Eyvinn búinn að segja Dídunni frá gríðarlegum vinsældum sínum á meðal bæjarbúa en stelpurófan hélt að kallinn væri bara að bulla en það sést nokkuð vel á myndbandinu sem tekið var á Ránni að svo var ekki.

Hér er myndbandið góða.

Segið svo að Eyvinn kunni ekki að dansa og syngja.....


Stjörnuspá konunnar

Eyvinn er einn af þeim sem liggur yfir stjörnuspám og þessháttar rugli hvar sem möguleiki er á að komast yfir slíkt.  Rakst á stjörnuspá Dídunnar minnar litlu fallegu, hún er svohljóðandi:

Vog (23. september - 23. október):

Þú ert frábær manneskja og mjög skemmtileg(ur) heim að sækja.  Skelltu nokkrum öl í ísskápinn því þú átt von á gestum.   Uppáhaldssjónvarpspersónan þín vinnur til verðlauna í vikunni, þú horfir á það í beinni útsendingu og ræður þér ekki fyrir kæti.  Jólin eru að ganga í garð,  mundu bara að kaupa gjafir fyrir aðra en bara þig sjálfa(n).  Hugsaðu vel um maka þinn hann er einstakur, brothættur lítill kall með stórt hjarta, það þarf að knúsa hann.  Mikið.

Gaman að þessu....

 


Eins gott að það var ekki dómarinn

Þó að þetta atvik sé ekkert til að gera grín að er samt ágætt að það voru ekki puttarnir á dómara leiksins sem sprungu í loft upp því eins og flestir vita sem fylgjast eitthvað með körfunni nota dómarar allskonar fingramál og handapat alveg hægri/vinstri allan leikinn við að dæma hitt og þetta. 

Gæti verið svolítið slæmt að vera puttalaus í þessu starfi....


mbl.is Missti þrjá fingur á körfuboltaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skóflumaður ársins í aukahlutverki

Eyvinn hefur gaman að Edduverðlaununum, alltaf gaman að horfa á fína og fræga fólkið verðlauna sjálft sig fyrir vel unnin störf.  En hvað um það, var að spá í hvort ekki væri möguleiki á heimfæra þetta yfir á gröfubransann held að það gæti orðið nokkuð skemmtileg hátíð.  Það væri til dæmis hægt að veita "Tjakkinn" sem verðlaun í eftirfarandi flokkum:

Skóflumaður ársins í aukahlutverki.

Valtaramaður ársins í aðalhlutverki.

Besta teikningin af hringtorgi.

Eftirlitsmaður ársins (til að sleikja verkkaupa aðeins upp)

Best þjappaðasta neðra burðarlag í plani.

Best þjappaðasta neðra burðarlag í vegi.

Og svo mætti lengi telja.  Endalaust hægt að verðlauna í þessum bransa.  Held meira að segja að allir gætu fengið verðlaun fyrir eitthvað Smile 

Svo þyrfti að sjálfssögðu að enda þetta á allsherjar fylleríi.

Já, ég held að þetta gæti orðið nokkuð gaman bara, svei mér þá.  


mbl.is Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö í fangaklefa....spennandi

Hann er náttúrulega alveg hræðilegur þessi hraðakstur sem virðist vera svolítið mikið í gangi um þessar mundir en það var annað sem Eyvinn tók eftir í þessari frétt en það var að það voru tvö sem gistu fangaklefa...Gæti verið gaman ef það væri sami klefinn Grin.


mbl.is Hraðakstur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf gaman að líta aðeins til baka

Heyrði lag í dag, vá þetta rýmar bara hreinlega en hvað um það heyrði lagið Last kiss með Perl Jam í útvarpinu í dag en þetta lag var töluvert mikið spilað þegar Eyvinn og Dídan voru að kynnast back in ´99 og það rifjaði upp smá spjall sem við áttum á þessum tíma skötuhjúin þar sem við lýstum draumaprinsi okkar og draumaprinsessu fyrir hvort öðru (þetta hefur örugglega átt sér stað eftir nokkra bjóra).   

Man að lýsing Dídunar á sínum draumaprinsi var bara lýsing á Eyvanum út í gegn fyrir utan kannski að vera vöðvastæltur og sólbrúnn en allt annað passaði svona nokkurnveginn þ.e. myndarlegur, skemmtilegur, barngóður og vill eignast fullt af börnum, ákveðinn, metnaðarfullur, rosalega vinsæll, á að eiga flottan bíl og verður að fíla Ísafjörð í botn.  Það fylgdi reyndar með að draumaprinsinn mætti ekki vera trésmiður, veit ekki afhverju en það var inní þessari lýsingu.

Draumaprinsessa Eyvans á þessum tíma var einhvernvegin svona:  Falleg, klár, skemmtileg, hlý og góð við Eyvann, fyndin, góð aftur, metnaðarfull, góð við Eyvann einusinni enn, verður að hafa mikinn áhuga á fótbolta, bjórdrykkju og kynlífi, ákveðin en umfram allt sjálfstæð og góð við Eyvann.  Flott ef hún ætti líka eins og eina gröfu!  Það er reyndar bara nokkuð fyndið hvað þetta smellpassaði alltsaman við Díduna og gerir enn, fyrir utan þetta með gröfuna og kannski fótboltaáhugann Grin

Jamm, það er alltaf gama að líta aðeins til baka....

Læt eina mynd af draumaprinsessunni og reyndar draumaprinsinum mínum fylgja með svona til gamans...Skondið að eiga mynd af þeim saman...

Scan10031


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband