Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Wedding suspend?....

Eyvinn skellti textanum úr síðustu færslu í einhverja voðalega sniðuga þýðingargræju sem hægt er að nálgast á internetinu.  Spurning hvort þeir sem þýddu íslenska evróvisionlagið yfir á ensku hafi notað sömu tækni.....

Hér er síðasta færsla skv. þýðingargræjunni:

Thus warily gone snuggle up to wedding Eyvans and Dídunnar price suspend indefinitely. There should do peaky forward snuggle up to not is about snuggle up to speech dissagreement in between persons, rather will reason before that snuggle up to there mun be into responsibility Eyvans (Dr. doolittle ) snuggle up to see about  snuggle up to invitation card high time into tæka tense into hands river mailcarriers.

Og svo á dönsku fyrir Díduna mína:

Herigennem gti borte en sass Eyvans og Dídunnar veri inddrage omkring uafgjort midlertidig. en skal gert højdepunkt på levering en ikke er omkring en ra óstti i imellem aila, nærmest mun anledning i nærværelse af sú lun lige til der mun være i ansvar Eyvans (Dr. doolittle ) lun lige til se efter omkring um þess vegna lun lige til indbydelse card på høje tid i tæka anspændt i sende med posten.

 


Brúðkaupinu frestað?...

Svo gæti farið að brúðkaupi Eyvans og Dídunnar verði frestað um óákveðinn tíma.  Það skal tekið fram að ekki er um að ræða ósætti á milli aðila, heldur mun ástæðan frekar sú að það mun vera í verkahring Eyvans (Dr. doolittle) að sjá til þess að boðskortin komist í tæka tíð í hendurnar á póstburðarmönnum. 

Reykingar...

Sígaretta og kaffi eru morgunmatur Eyvans, morgunmatur dauðans eins og einhver orðaði það einhverntíman, en þannig er það bara, Eyvinn hreinlega kemst ekki gang fyrr en eftir þennan holla og bragðgóða morgunverð. 

Samkvæmt lauslegum útreikningum í huganum hefur kallinn reykt rétt rúmlega 11 kílómetra af sígarettum í gegnum tíðina en til að setja þetta í samhengi sem allir átta sig á þá jafngildir þetta því sem Jenna Jameson hefur tek.... nei, við skulum frekar nota fótboltavelli sem viðmiðun í þessu máli en þetta jafngildir þá lengd 110 fótboltavalla.

Ef menn hugsa um peninga í þessu máli þá hafa þessir 11 kílómetrar af Winston í hörðum pakka kostað Eyvann nákvæmlega 3.257.625,- krónur á núvirði (1/2 Landcruiser með engum aukabúnaði) en til samanburðar þá kostar það Ríkissjóð rétt rúmlega einn komma eitthvað milljarð að tvöfalda 11 kílómetra kafla á Reykjanesbraut, þannig að Eyvinn ekkert að missa svefn vegna þessarar upphæðar....

Reykingarnar eiga líka sinn þátt í því að Eyvinn vigtar nákvæmlega jafnmikið og súpermódel, (kvenkyns reyndar en súpermódel samt) en strákurinn þarf að hlaupa upp og niður tröppur fimmtán sinnum á dag til þess að fá sér smók...

Hóst, Hóst...

 


Dr. Dolittle...

...Er gælunafn Eyvans á heimilinu um þessar mundir, enda drengurinn búinn að vera ótrúlega latur við að skrúfa saman hluti, lemja nagla í veggi, spartla og mála og hvað þetta heitir nú allt saman, við litla hrifningu tilvonadi eiginkonu, sem með þessu áframhaldi verður fyrrverandi tilvonandi frú Vilhjálmsson. 

En allt á þetta sér nú skýringar.  Í fyrsta lagi er Eyvinn afar ólaghentur maður og flestar þær framkvæmdir sem farið er í á heimilinu enda með marblettum og plástrum hér og þar á líkamunum, í annan stað finnst Eyvanum alveg svakalega ótrúlega rosalega hundleiðinlegt að setja saman skúffur, skápa og annað IKEA dót (það er jafnvel leiðinlegra en að hlusta á skammir þær sem af þessari leti hljótast) og C: Það má ekki gleyma því að Eyvanum var vart hugað líf við fæðingu og á þessvegna að hvílast fara vel með sig.

Dr. Dolittle hefur reyndar lofað bót og betrun hvað þessar framkvæmdir varðar og stefnir ótrauður á að hefjast handa fljótlega eftir helgi, þannig að ef ekkert verður skrifað hér næstu vikurnar hefur Eyvinn væntanlega sagað af sér einhverja fingur......


Hamingja...

Rakst á þessa skemmtilegu færslu um það hvernig á að gera konu hamingjusama, á fyrrverandi þegar stórt er spurt?  Eftir ítarlega sjálfsskoðun hefur Eyvinn komist að þeirri niðurstöðu að allt  það sem þarna er talið upp á við Eyvann, fyrir utan kannski númer 11, Eyvinn er bara alls ekki mjög handlaginn einstaklingur. 

Það skal tekið fram að Dídan mín litla fallega uppfyllir allt það sem stendur þarna um það sem þarf til að gera karlmann hamingjusaman.

 


Krossgáta...

 Rakst á þessa þegar ég var að "brimbrettast" á vefnum, um að gara að spreyta sig á þessu... 

crossword

 


Sniðugt...

Og ég sem hélt að ég væri á leiðinni til Danmerkur....

Stjörnuspá:

Ljón: Þú ert að safna saman í lið til að fara að leita vitsmunalífs í geimnum.  Þú finnur það sem þú leitar að.

Það þýðir víst lítið að reyna að hringja í Eyvann næstu daga hann verður utan þjónustusvæðis.


Gamall...

Eyvinn er orðinn gamall, held að það sé nokkuð ljóst.  20 ára fermingarafmæli framundan, vá hvað tíminn hefur flogið (flýgur tíminn?), finnst eins og 10 ára fermingarafmælisveislupartýdæmið hafi verið í gær, man reyndar ekkert eftir því spurning hvort það sé aldurinn eða hið mikla magn áfengis sem neytt var það kvöld, hallast að því síðarnefnda, og þó...

Hef líka tekið eftir því undanfarið að Eyvinn er farin að gera gamlakallahluti, keyra hægar, gefa stefnuljós, kíkja í heimsókn til vina, kunningja og ættingja um miðjan dag, án þess að gera boð á undan sér.  Setti meira að segja í uppþvottavélina í dag. 

Tók svo eftir því í morgun að eitt af mínum þrettán bringuhárum var orðið grátt.  Sleit það í burtu.

Sjáumst á púttvellinum...

 

  


Jæja...

Nú er bara að byrja að blogga Wink.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband