Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Vesturbæjarfílingur í Manchester

Mikið svakalega rosalega myndi það nú vera skemmtilega hressandi ef tímabilið hjá Man. Utd. yrði eitthvað í líkingu við tímabilið hjá KR-ingum.  Ólíklegt en rosalega hressandi.

Eyvinn fylgdist með leik Fulaham og Bolton enda Helguson í pínu uppáhaldi hjá Eyvanum.  Drengurinn stóð sig barasta nokkuð vel og á vonandi eftir að gera góða hluti með boltann í bol frá Bolton. 


mbl.is Man. Utd. náði aðeins stigi gegn Portsmouth, Heiðar skoraði fyrir Bolton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyvinn og Kobbinn bjarga bjórframleiðendum

Það er nokkuð ljóst að ferðir Eyvans og Kobbans til Danmerkur undanfarið hafa bjargað þarlendum bjórframleiðendum  frá gjaldþroti en skv. fréttum frá Danmörku hafði sala á öli dregist töluvert saman frá fyrra ári sökum slæms tíðarfars.

Eins og sönnum Íslendingum sæmir tóku Eyvinn og Kobbinn sig því til og fundu einhverjar góðar ástæður sem tengjast vinnu og fjölskyldu til að skreppa til Danmerkur, þó ástæður þessara ferða væru vinnutengdar var í raun eini tilgangur þeirra að bjarga bjórframleiðendum frá yfirvofandi fjárhagsvandræðum.  Það hefur nú komið í ljós að þetta tókst hjá okkur frændum og Carlsberg skilaði t.d. viðunandi afkomu þetta árið.

Eyvinn hélt uppá þennan árangur með vinum og kunningjum í Odense DK í gærkveldi og var ótæpilega drukkið af öli og einhverjum skotum sem heita Bla GaJol.  Heilsan er nú samt nokkuð góð bara, já, já.  Sei, sei.

Nú hefur heyrst að nokkur spilavíti í Las Vegas séu að tapa peningum, E og K þangað......


Banna, banna, banna

Bönnum fólki að tjalda, bönnum fólki að reykja inni, bönnum fótboltaáhugamönnum að drekka í stúku, bönnum hitt og bönnum þetta.  Fáránlegt. 

Sérstaklega fáránlegt þarna fyrir norðan, að banna ákveðnum aldurshópi að tjalda í bænum.  Þar sem það var fyrirsjánlegt að þessi aldurshópur yrði til vandræða hvers vegna var þá ekki brugðist við t.d. með aukinni löggæslu á svæðinu? Ó, jú það kostar.  Vinir Akureyrar tala um að hafa tapað tugum milljóna á þessari vitleysu, hefði ekki mátt bjóða þeim að taka þátt í kostnaði við aukna gæslu?  Og ef Vestmannaeyjar geta tekið á móti þessum hóp ættu Akureyringar að geta það líka og hvaða bæjarfélag á landinu sem er ef út í það er farið. 

Og fyrst Eyvinn er byrjaður að pirra sig á þessu þá er gjörsamlega fáránlegt að bannað sé að sötra öl á Laugardalsvelli, það er t.d. seldur bjór á flest öllum fótboltavöllum í Evrópu, ekkert sjálfsagðara og allt virðist ganga bara nokkuð vel fyrir sig þar.  Bjórsala er svo örugglega ein af tekulindum Eggsins í West Ham, en hann var jú einn af þeim sem setti þessar reglur.

Förum útí reykingarnar síðar.....


mbl.is Ákvörðun um að banna ungmennum að tjalda tekin af illri nausyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarið rétt að byrja í Danmörku

Nú þegar sumarið virðist á enda á Íslandi tala Danir um að sumarið sé rétt að byrja hjá þeim.  Hér í Odense er rúmlega 20 stiga hiti og annar hver maður sem sést á röltinu er með ís í annari og Carlsberg í hinni.  Reyndar hafa báðir Danirnir sem Eyvinn hefur spjallað við sagt að bjórsalan hafi gengið frekar illa það sem af er sumri vegna þess hve veðrið hefur verið slæmt en það ætti að lagast núna.


mbl.is Er sumarið búið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiddi sig í löppinni sinni...

Það er oft gaman að skoða mismunandi þýðingar á fréttum, eins og t.d. þessari.  Þýðingin á orðum Steve Copell stjóra Reading um þetta mál á Fótbolti.net, sem er ein af uppáhalds síðum Eyvans er svona:

"Leroy finnur mikið til.....Hann hefur gert eitthvað við löppina sína"

Lítur út fyrir að nóg gæti verið að kyssa á bágtið og skella plástri á meiddið til að redda þessu.   


mbl.is Lita meiddist á rúmstokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokastaðan

Eyvanum þykir afskaplega leiðinlegt að eyðileggja heilt tímabil af Enskum fótbolta fyrir ykkur en lokastaðan á komandi tímabili mun verða einhvernvegin svona:

1.  Man utd

2.  Chelsea
3.  Liverpool
4.  Tottenham
5.  Arsenal
6.  Man city
7.  Everton
8.  Bolton
9.  Reading
10. West ham
11. Portsmouth
12. Newcastle
13. Middlesbro´
14. Aston villa
15. Blackburn
16. Birmingham
17. Wigan
18. Fulham
19. Derby
20. Sunderland

Svona birtist þetta Eyvanum í draumi ekki alls fyrir löngu, gæti reyndar eitthvað hafa skolast til í kringum miðjuna en það eru víst toppurinn og botninn sem skipta mestu máli.  Það er eiginlega verst við þetta að Man. Utd. skuli vinna deildina enn einusinni og svo hefði Hr. E alveg viljað sjá West Ham ofar, en svona er þetta, draumar Eyvans hafa ekki klikkað hingað til....  

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband