Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

"Eigum við þá ekki að gefa þeim bleiu"

Eyvinn var að horfa á leik Íslands og Frakklands í sjónvarpinu og eins og margir aðrir á Eyvinn það til að lifa sig svolítið inní leikinn og láta nokkur vel valin orð flakka.  Eitt af því sem Eyvinn missti útúr sér rétt fyrir leikhlé var eitthvað á þá leið að nú væri liðið alveg að skíta á sig. 

"pabbi, eigum við þá ekki bara að gefa þeim bleiu," heyrðist þá í Regínu minni, sem stóð fyrir aftan Eyvann.  Svo fylgdi á eftir "er ég ekki skarpari en skólakrakki?"

Alveg frábært það sem kemur frá þessum krökkum.  Frábært.


Bólfarir og heimilisbókhaldið

Eyvinn er eins og flestir karlmenn ef ekki allir að því leitinu til að hann hefur alltaf talið sig með þeim betri í bólinu, eiginlega bara haldið sig bestan í heimi á því sviðinu, enda oft og mörgu sinnum heyrt setningar einsog "Vá, ég vissi ekki að þetta væri hægt" og "Þetta var rosalegt". 

En "bestur í bólinu" tilfinningin hvarf í gær.  Í gær var nefnilega heimilisbókhaldsdagur hjá Eyvanum.

Og hvað kemur heimilisbókhaldið bólfærni Eyvans við?

Jú, það er nefnilega þannig að þegar Hr. E var að taka saman kvittanir og stemma bókhaldið af  þá leyndist þessi litli snepill (sjá mynd) inn á milli kvittana fyrir nauðsynjavörum. 

receipt2

En Eyvinn getur samt huggað sig við það að konan býr langt langt í burtu og því er þetta kannski ekki dómur á hæfni Hr. E. á beddanum.  Kannski er Eyvinn bara bestur í heimi, hver veit?


Carlsberg besti bjórinn

Carlsberg er besti bjórinn skv. könnun á Eyvabloggi, þátttakan var ekkert rosaleg en að mati Eyvans er könnunin vel marktæk enda er Carlsberg besti bjórinn.

Röð efstu bjóra:

Carlsberg 17,1 % atkv.

Tuborg 13,3 %

Kaldi, Thule og Viking 8,9 %

medal

Eyvinn hefur sett nýja könnun í gang.  Spurt er:

Fer FL Group á hausinn á árinu.  Já eða Nei.

 

 


Völva E! - Seinni hluti

Golf

Það verður helst í fréttum að atvinnugolfarinn Birgir Leifur keppir í nokkrum mótum, stundum verður hann yfir pari vallar, nokkrum sinnum undir pari og annað slagið verður hann á pari.

Fjölmiðlar og fjölmiðlafólk

Fréttablaðið selur fjórum smáauglýsingum meira en árið 2007. 

Reynir Trausta rífst við einhvern, SME skiptir um starf og Logi Bergmann fær sér strípur.

Heimurinn

Kastró deyr.

Það verða sprengdar sprengjur á nokkrum stöðum í heiminum á árinu. 

Ósama rakar ekki af sér skeggið.  Og hann finnst ekki.

Gaurarnir sem framleiða Range Rover bílana senda frá sér afkomuviðvörun vegna ástandsins á Íslenskum hlutabréfamarkaði.

Ríka og fræga

Jennifer Aniston skiptir um hárgreiðslu.

Britney Spears fær börnin, missir börnin, fær þau aftur og missir einu sinni enn.

Victoria Becham lætur laga á sér nebbann.  David Becham skorar úr víti á árinu.

Rappararnir Coolio og Eminem gera lag saman,  Erpur rappar bakrapp.

 


Völva E!

Völva E! fyrir árið 2008 1. Hluti

 

Skemmtanabransinn:

Flestir tónlistarmenn landsins gefa út plötu fyrir jólin.

Bubbi leikur í auglýsingu(m).

Þekktur Íslenskur söngvari tekur lagið með Sinfoníuhljómsveitinni og annar með einhverjum kór.

Garðar Thor Cortes á eftir að syngja nokkur lög á erlendri grundu og Nylon hópurinn líka.

Hemmi Gunn kíkir í heimsókn á Vestfirði.

Hamfarir:

Ekkert eldgos verður hér á landi á þessu ári .  

Bara nokkrir litlir jarðskjálftar,  bók dettur úr hillu í húsi á Selfossi. 

í kringum áramótin 08/09 verða eitthvað um 18 brunar á höfuðborgarsvæðinu, allt íkveikjur þ.e. ef veður leyfir.

Andlát:

Nokkrir þekktir einstaklingar falla frá á árinu, sumir þekktari en aðrir og pottþétt einn sem er þekktari en þeir allir en flestir sem falla frá á árinu eru bara ekkert þekktir.

Verzlun/viðskipti:

Baugur kaupir fatabúð.  Baugur selur fatabúð.

Bónus opnar búð.

Björgólfur Thor fær sér nýjan síma eða bara nýtt símafyrirtæki.

Íþróttir:

Fótboltalandsliðið vinnur leik.

Bjarni Guðjónsson gengur ekki til liðs við Keflavík.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband