Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Sælkerakvöldmatur ala Dr. Doolittle

Eyvinn sá um kvölmatinn í kvöld og ákvað kallinn að snara fram rétti sem kallast Cannelloni Toselli Doolittle. 

Þessi réttur er eiginlega nokkuð einfaldur það sem þarf að gera er að byrja á að hita ofninn í 200 gráður, taka réttinn úr kassanum og skella í ofninn, þetta er svo látið bakast í rétt rúmlega hálftíma skv. leiðbeiningum framleiðanda eða þar til osturinn er orðinn flottur.  Mikilvægt er að muna eftir að taka plastfilmuna ofan af álboxinu sem rétturinn er í, það stendur a.m.k. stórum stöfum á kassanum.

Borið fram með frábæru H&M Dídusaltati smakkaðist Cannelloniið alveg svaka vel og verður lengi í minnum haft sem besti pakkamatur sem Dr. Doolittle hefur gert í langan tíma.

Þessu var svo skolað niður með allsvakalegu Rynkeby vatni sem var tappað á flöskur fyrir nokkrum dögum.  Eðal drykkur alveg.

 


Það er hægt að gera allt fyrir 500 kall...

Ég og sonur minn sátum fyrir framan sjónvarpið eitt kvöldið í vikunni og horfðum á Prison break sem er uppáhalds sjóvarpsefni stráksins.  Við strákarnir áttum áhugavert samtal eftir eitt af fjölmörgum hléum sem sjónvarpsstöðavar gera víst til að koma að auglýsingum. 

Eftir umrætt auglýsiningahlé spurði ég strákinn minn sem er á 8. ári hvað hann myndi kaupa sér ef hann ætti smá pening.

"Pabbs, ég held að ég myndi kaupa mér svona Tampax eins og var verið að auglýsa þarna áðan" sagði strákurinn svolítið dreymandi á svipinn.tampax_compak_fresh_super_10364

"Tampax!" Sagði hr. E undrandi "af hverju Tampax?" 

                 

"Jú, sko, það kostar bara 500 kall og það er hægt að gera allt ef maður á svona, maður getur farið í sund hvernær sem maður vill, spilað fótbolta og farið í Tívolí og svona og allskonar bara fyrir 500 kall. Varstu ekki að horfa á auglýsinguna eða hvað?"

Þá er ekki eftir neinu að bíða, hr. E ætlar að skjótast útí búð og kaupa svona Tampax dæmi og gera svo eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.

       

67tampax                            tampaxB

 


Boðaður starfsviðtal hjá dönsku leyniþjónustunni

Eyvinn gerði sér lítið fyrir um daginn og sótti um starf hjá dönsku leyniþjónustunni eða DLÞ eins og það yrði skamstafað á íslensku.  Starfið var svosem ekkert merikilegt en þetta var starf leigumorðingja og var hugsað sem helgar- og kvöldvinna.  En nóg um það, Eyvinn var boðaður í viðtal ásamt tveimur öðrum umsækjendum, manni að nafni Lars Petersen og konu sem heitir Mette Beck Nilsen.

Lars var fyrstur í viðtalið og var hann látin hafa hlaðna skammbyssu og sagt að fara inn í herbergi, loka á eftir sér og skjóta þann sem væri þar inni, Lars tók byssuna, gekk inní herbergið og lokaði hurðinni.  Skömmu síðar kom Larsarinn út með tárin í augunum og sagðist bara ekki geta skotið konuna sína.

Eyvinn var næstur, fékk sömu byssu og var sagt að fara inn í herbergið og ganga frá þeim sem væri þar inni eða "take care of the person that´s in there" eins og framkvæmdarstjóri starfsmannasviðs DLÞ orðaði það.  Eyvinn fór inní herbergið og sá þá Díduna sína litlu fallegu sitja þar í fallega nýja dressinu sínu frá H&M.  Eyvinn bara gat ekki klárað dæmið og fór líka háskælandi út.

Þá var komið að Mette Beck Nilsen, hún fékk sömu þraut og við hinir, tók byssuna, fór inní herbergið og lokaði á eftir sér.  Skömmu síðar heyrðust sex skothvellir.  Svo kom smá þögn.  Síðan heyrðust þessi líka svakalegu læti, brothljóð og barsmíðar.  Nokkrum mínútum seinna kom Mette út og sagði:

 "Hvaða hálviti setti púðurskot í byssuna, ég þurfti að berja manninn minn í hel með stólnum."

Mette Beck Nilsen fékk vinnuna.  Passið ykkur á henni, hún er á vakt öll kvöld og aðra hverja helgi.


Smá ferðasaga......

Við fjölskyldan skelltum okkur til Þýskalands um daginn sem er nú ekkert sérstaklega merkilegt útaf fyrir sig nema að í þessu tilviki leigðum við okkur Audi Quattro til fararinnar.  Við fimm tróðum okkur í bílinn og lögðum af stað um hádegisbilið frá Óðinsvé.

Þegar við komum að þýsku landamærumum voru Hr. E og fjölskylda stöðvuð af þýskum landamæraverði. 

"Þið eruð á Audi Quattro og eruð fimm í bílnum, þið eru því einum of mörg" Hreytti vörðurinn útúr sér.

Eyvinn reyndi nú að útskýra fyrir manninum á sinni enskdönsku þýsku að þó bíllinn héti Quattro þá væri hann nú samt fimm manna.  Vörðurinn var nú ekki alveg að kaupa það.

Eyvinn og sá einkennisklæddi rifust um að það mættu nú alveg vera fimm í Quattro í smá tíma eða þar til Eyvinn var alveg búinn að fá nóg og bað um að fá að tala við yfirmann.

Jú, jú það komu tveir yfirmenn akandi á.............

.......Fiat Uno!

 


Dýrustu andlit í heimi

Eyvinn var að spá í að fara að láta lappa aðeins uppá sitt annars ágæta smetti, taka hrukkur, minnka nef og eyru og kannski smá fitusog.  Strákurinn fór því að athuga með lýtaaðgerðir á veraldarvefnum og rakst þá á frétt um þá tvo aðila sem hvað mest hafa eytt í aðgerðir svipaðar þeim sem Hr. E var að spá í.  Myndirnar tala sínu máli held ég en konan sem ég held að heiti Joselyn Wildenstein hefur eytt rétt rúmlega 300 og einni milljón ísl. kr. í sitt smetti og Mikki Djakk hefur eytt um það bil öllu sem hann átti í sinn draum um betra lúkk.

PS-JocelynWildenstein   PS-MichaelJackson

Eyvinn hefur lagt drauminn um hið eilífa æskulúkk til hliðar að sinni en fitusogsaðgerðin er enn inní myndinni hjá kalli.


Amma aðstoðar við íbúðarleit...

Eyvinn og Dídan hafa undanfarnar vikur verið að leita sér að stærra húsnæði í Óðinsvé og hefur margt verið skoðað en einhverrahluta vegna hefur rétta íbúðin ekki fundist enn.  Nú er Amma Lína stödd hjá okkur í heimsókn og í einni af sínum fjölmörgu gönguferðum rakst hún á þetta fína hús sem er til leigu og það bara rétt handan við hornið þar sem við búum núna ja svona 50 metrum frá.  "Frábært hús og hentar ykkur örugglega rosa vel," sagði amma Lína og hvatti okkur til að kíkja á þetta dæmi af fullri alvöru.

Eyvinn tók sig til og "gúúglaði" götuheiti og húsnúmer til þess að reyna að finna út hvaða fasteignafélag sæi um útleigu á umræddri íbúð.  Ok, Eyvinn fann upplýsingar um íbúðina og myndir af henni, íbúðin leigist fullbúin með þeim útbúnaði sem þar er, þið getið kíkt á þetta allt saman með því að smella hér.  (aðeins fyrir 18 ára og eldri)

Bara svo það sé hreinu þá hefur amma Lína verið rekin úr íbúðarleitarnefndinni.


Átta löggumenn á þremur bílum....

...Var það sem þurfti til að stöðva för Eyvans og Kiddans á götum Óðinsvé fyrir nokkrum misserum síðan, heldur mikil aðgerð fyrir ekki meira brot en akstur gegn einstefnu, en svona er þetta í DK ef þú brýtur lögin þá ertu tekinn.  Við frændurnir sluppum nú með áminningu, sennilega vegna þess að hvorugur talar dönsku og ekki þótti svara kostnaði að kalla út túlk.

Það var svo að koma í ljós núna nokkrum vikum seinna að aðgerð lögreglunnar var þaulskipulögð í alla staði og ljóst að einhver hefur látið þá vita að við myndum fara þessa leið á þessum tíma, því til staðfestingar höfum við fengið myndband sem má skoða hér.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband