Leita í fréttum mbl.is

Þetta er fyrir neðan allar hellur...

Í tilefni af því að sumarið er á næsta leiti og fólk að farið að gera sig klárt í að framkvæma eitt og annað í garðinum hjá sér hefur Eyvinn ákveðið að setja hér inn smá upplýsingar um það sem ætti að vera fyrir neðan allar hellur þannig að innkeyrslur og stígar sem hellulagðir eru endist sem lengst.

Fínt er að byrja á að jarðvegsskipta flöt þeim er helluleggja skal með því að grafa c.a. 80 sm og fylla í holuna með frostfríu efni, þetta skal þjappa vel með verkfæri sem hentar í þannig vinnu t.d. jarðvegsþjöppu en þær má leigja á næstu áhaldaleigu fyrir lítinn pening.  Næst skal setja nokkura sentimetra sandlag sem þarf að jafna og þjappa vel, þetta skal þjappa með aðeins minni gerð af jarðvegsþjöppu en í fyrra skiptið sem hægt er að leigja hjá sömu áhaldaleigu og áður.  Síðan er í raun ekkert annað að gera en að skella hellunum niður.

Gott er að nota hlífðarfatnað við þessa vinnu s.s. vinnugalla, hnéhlífar og vettlinga. 

Góða skemmtun og gangi ykkur vel.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband