Leita í fréttum mbl.is

Gefum öndunum...

"Pabbi," Sagði sjö ára sonur Eyvans, "getum við farið og gefið öndunum brauð?  Gerðu það, plís."  Við þessi orð vaknaði Eyvinn eldsnemma fyrsta dag sumars. 

Ekki málið, Eyvinn og Vilhjálmurinn skelltu sér í bakarí eitt í Njarðvík, keyptu brauðmola, kleinuhring og geisladisk með Ljósalaginu 2000.  Svo var brunað í höfuðborgina okkar fallegu.  Nú skyldi gefa svöngum öndum brauð að eta...

"Pabbi, af hverju er brauðið okkar ekki borðað?"  Spurði sá stutti þegar við vorum búnir að kasta brauði útum allar trissur í hálft korter.

"Ja, nú veit ég ekki, kannski eru andarnir í þessum kirkjugarði bara ekki svangir," svaraði Eyvinn að bragði. 

"Við skulum prófa annan garð....."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehehehehehehe  góður!

Hvaða lag var aftur Ljósalagið 2000?.....

Beggan (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband