Leita í fréttum mbl.is

Auðvitað var þetta viljandi gert...

Hef lúmskan grun um að Bjarninn hafi tekið nokkur svona skot á æfingum í gegnum tíðina og eftir að hafa horft nokkrum sinnum á upptökuna af þessu annars glæsilega marki á maður nokkuð erfitt með að trúa því að Guðjónsson hafi bara ekki hitt boltann.

En svona er fótboltinn og þetta má gera, þess vegna finnst mér ekki rétt, að Skaginn hefði átt að "gefa" Keflvíkingum mark til að bæta fyrir glæsimarkið né heldur bjóða annan leik.

Varðandi samviskuna hjá þeim feðgum þjálfara Íslands og "heiðarlegasta fótboltamanni heims" (eins og Bjarnanum hefur verið lýst í viðtölum) held ég að það verði ekkert vandamál, þeir eru sennilega búnir að gleyma þessu nú þegar.

Framkoma Keflvíkinga er náttúrulega óafsakanleg en þó að ég sé nú ekki með gráðu í sálfræði myndi ég skjóta á að það hafi verið nokkuð mannlegt að menn yrðu pínu mikið æstir.  Held meira að segja að ef þetta hefði gerst hinumegin á vellinum hefðu viðbrögðin orðið eins ef ekki verri.


mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H

Það er alveg greinilegt að Bjarni horfir ekki einu sinni á eftir boltanum þegar hann hefur sparkað honum í átt að endalínu ! Þetta sést EF þið viljið sjá það á upptökum , ef hann hefði viljað skora og ætlað hefði hann eins og allir aðrir fótboltamenn horft á eftir skoti sínu alla leið ! En NEI það gerir hann ekki og um leið og boltinn lendir í markinu og hann sér það grípur hann um höfuð sér og Keflavíkurliðið tapar sér !

Keflvíkingum á  að refsa harðlega fyrir þessa framkomu sína innan sem utan vallar og aganefnd Ksí á að gera fordæmi úr þessum skrípaleik Keflvíkavíkurliðsins og taka hart á þeim !

Bjarni hefði ekki þurft lögreglufylgd heim ef Keflavíkurliðið hefði ekkert gert af sér...

H, 6.7.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson

Er ekki alveg sammála þér í þessu máli, held enn að hann hafi gert þetta viljandi.  Sama hvað ég horfi oft á þessar upptökur.  Horfði á strákinn í Ísl. í dag þar sem hann sagðist hafa ætlað að skjóta boltanum útað hornfána, hmmmmm. 

Er hinsvegar sammála þér með að refsa megi Keflvíkingum  fyrir þeirra framkomu.

Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson, 6.7.2007 kl. 02:50

3 identicon

Bjarni þurfti ekki lögreglufylgd heim eins og marg hefur komið fram. Þessi texti þinn Helgason sem þú ert búinn að afrita um allt spjallið er hlægilegur. Skagamaður að reyna að draga athyglinna frá óheiðarleika Bjarna og skítlegu eðli yfir á réttláta gremju Keflvíkinga.

Fótbolti (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband