Leita í fréttum mbl.is

Ég er hestur og drykkjumaður...

Eyvinn er lestrarhestur mikill sem drekkur í sig þekkingu uppúr ritðu máli nútímablaðmennsku og það voru tvær greinar í Fréttablaðinu í morgun sem Eyvinn rak augun í og fannst nokkuð skondnar, önnur var um einhvern Alex sem geymdi bíla ókunnugra úti í tvær nætur, Eyvanum finnst nú ekkert slæmt við að geyma bíl úti í nokkra daga, það versta var kannski að þeir voru geymdir í ómalbikuðum húsgrunni í Keflavík, skaðabætur fyrir eigendur þessara bíla, ekki spurning!

Hin fréttin snérist um það að ónefndur formaður ónefnds stjórnmálaflokks sem býður fram til alþingis væri of feitur og passaði ekki í netta stóla þeirra Kastljóssmanna, Eyvanum finnst í raun óþarfi að eyða dýrmætu plássi á síðum Fréttablaðsins í þetta en skemmtilegast við greinina fannst Eyvanum ummæli ritstjóra Kastljóssins um að það sem fram færi í stúdíói Kastljóss færi ekki þaðan út, er ekki tilgangurinn með þessu stúdíói að koma sem mestu þaðan út og til sem flestra?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband