Leita í fréttum mbl.is

Ef allir karlmenn væru eins og Eyvinn...

Eyvinn tók daginn snemma í morgun, vaknaði eins og alla morgna kl. 06.11 og hóf daginn á því sama og venjulega, húsverkum.  Eyvinn byrjaði á að ryksuga og þurrka af, svo var leirtaujið sett í þartil gerða vél og hreinsað og á meðan á öllu þessu stóð bakaði Eyvinn þessar líka fínu pönnukökur handa konu sinni tilvonandi og færði henni í rúmið.  Síðan voru börnin klædd í föt sín og haldið í gönguferð um hverfið, Eyvinn á það nefnilega til að leyfa Dídunni litlu fallegu að sofa út á svona frídögum.  Eftir gönguferðina með börnunum, skrapp Hr. E í höfuðstað Reykjanesbæjar, Keflavíkurhverfi og keypti blóm og pínu gotterí fyrir tilvonandi frú E, enda stúlkan staðið sig með stakri prýði í masternámi sínu og átti alveg skilið smá skammt af gúmmulaði.  

Næst á dagskrá hjá Eyvanum er að skella sér í þvott á fatnaði en Hr. E notar aldargamlar aðferðir við þá iðju, allt þrifið í höndum í tjörn einni tærri hér í týndu Njarðvík, en einhverra hluta vegna á Eyvinn svakalega erfitt með að læra á tæki þau er fólk notar við að þrífa þvott sinn.  Fatnaður á það til að koma alltof lítill og í nýjum litum útúr þessum hátæknibúnaði.

Bara ef allir karlmenn væru eins og Eyvinn, væri ekki lífið dásamlegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

Eyvi ertu að plata okkur???

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, 17.5.2007 kl. 17:57

2 identicon

Hefði viljað vera fluga á vegg og fylgjast með Eyvanum framkvæma allt þetta á einum deigi

Inga Birna (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 20:36

3 identicon

DÁSAMLEGT :)

Ragna Sif (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 21:41

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hehehe þvo þvott í tjörn? Jájá...þessu trúi ég sko alveg...

Brynja Hjaltadóttir, 17.5.2007 kl. 23:51

5 Smámynd: Ísdrottningin

Trúi þessu öllu nema með tjörnina, þar fórstu yfir strikið...

Þegar ég hugsa mig betur um þá væri sumum kk reyndar frekar treystandi til að fara með þvottinn í næstu tjörn heldur en að reyna að glíma við þvottahúsið, það virðist fylgja einhverskonar fjandafæla frítt með flestum þvottavélum!      

Ísdrottningin, 24.5.2007 kl. 01:10

6 identicon

herru ásdís sendir ólann á námskeið hjá eyvanum;)ef að eyvinn væri nú til í að kenna ólanum alt þetta þá væri ásdís sko í toppmálum;)

ásdís bjarnad. (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband