Leita í fréttum mbl.is

Hvernig pantar maður loftárás?

Tók eftir því um daginn þegar ég var að hlusta á fréttir á einhverri útvarpsstöðinni eftir eina af loftárásum BNA að fréttalesarakallinn orðaði það þannig að BNA menn hefðu pantað þessa loftárás. 

Eyvinn sá alveg fyrir sér símtalið sem átti sér stað á milli Loftárása Hut og stríðskallsins:

"Loftárásir Hut, góðan dag"

"Góðan dag, stríðskallinn hér, ég ætla að panta eina loftárás"

"OK, hvað viltu stóra?"

"Eitthvað sem drepur nokkra skæruliðskalla en ekki nema svona sex af okkar gæjum"

"Hvert á að send´ana?"

"Írak væri fínt"

"Ekkert mál, þetta verður komið eftir hálftíma.  Má bjóða þér tveggja lítra gos með á 200 kall?"

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1 stk loftárás með cluster-sprengjum og naplam on the side... shrug

DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband