Leita í fréttum mbl.is

Einföld lausn á algengu vandamáli...

Fyrir ekki svo löngu síðan bættust einhverjar 47 stöðvar við á kapalkerfið í hverfi Eyvans, þannig að af nógu er að taka þegar kemur að sjónvarpsglápi.

Eyvinn hefur því horft á ófáar glæpamyndir að undanförnu og tekið sérstaklega eftir því að þegar kemur að því að menn þurfa að stela einhverjum rosalega merkilegum hlut þá eru allveg svakaleg  þjófavarnarkerfi til staðar í formi allskonar skynjara, leysigeisla, augnskanna og fingrafaraaflesara, sumstaðar þarf meira að segja að slá inn lykilorð og renna korti í rauf til að komast inn í rammgerðar geymslur þær sem hýsa verðmætin - en alltaf virðast menn gleyma loftræstikerfinu sem þó er það rúmgott að fullt af fólki kemast auðveldaga þar fyrir..... 

....Þjófavörn í Lofræstistokkinn og málið er leyst!

Eitt enn.  Er það tilviljun að þegar menn, sérstaklega hetjur stökkva niður af 18 hæða brennandi byggingu skuli alltaf vera ruslagámur akkúrat á réttum stað og það allveg stútfullur af einhverju mjúku og þægilegu að lenda á....

....Af hverju eru þessir gámar aldrei fullir af glerbrotum?

Svo væri Eyvinn allveg til í að vita hvernig menn fara að því að standa í lappirnar uppá þaki lesta sem fara á nokkurhundruð km. hraða á klst., virðist allavega vera ekkert mál.

Jæja, það er að byrja ein góð.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymdi Evanum að sofa í nótt sem sagt,  eða enn á Boston tíma?

Svo væri ég til í að fá að vita hver er rauntala hamborgaranna sem voru innbyrgðir í Boston...?

Kv, Beggunni

Beggunni (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband