Leita í fréttum mbl.is

Endar Liverpool í þriðja?

Liverpool er uppáhaldslið Eyvans í ensku deildinni, bara svo það sé á hreinu.  En einhverneigin hefur Eyvinn það samt á tilfinningunni að liðið endi ekki ofar en þriðja sæti á komandi tímabili, veit ekki afhverju, finnst bara hafa vantað einhvern neista í liðið undanfarin tímabil, einhvern kraft, þegar kemur að deildinni.  Finnst eins og það sama sé uppá teningnum núna.  Æfingaleikirnir hafa gengið ágætlega undanfarið, gerðu það svosem líka í fyrra og væntingarnar voru miklar.  Vonandi skila þessir fimm milljarðar sem settir hafa verið í leikmannakaup sér í árangri.  

Þessi ummæli Mourinho eru útúr kú, held að pressan um árangur sé töluvert meiri hans megin.    


mbl.is Mourinho: Mikil pressa á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha? Fannst þér undirbúningstímabilið í fyrra ganga vel? 5-0 tap fyrir Mainz til dæmis.. Engar hrakspár og vonleysi maður, þetta kemur allt..

Pétur (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Ég er sannfærður um að okkar menn taki deildina í ár.  Svöna verður röðin...

Liverpool - Arsenal - Chelsea - Tottenham - Newcastle - Manchester U

Örvar Þór Kristjánsson, 25.7.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband