Leita í fréttum mbl.is

Banna, banna, banna

Bönnum fólki að tjalda, bönnum fólki að reykja inni, bönnum fótboltaáhugamönnum að drekka í stúku, bönnum hitt og bönnum þetta.  Fáránlegt. 

Sérstaklega fáránlegt þarna fyrir norðan, að banna ákveðnum aldurshópi að tjalda í bænum.  Þar sem það var fyrirsjánlegt að þessi aldurshópur yrði til vandræða hvers vegna var þá ekki brugðist við t.d. með aukinni löggæslu á svæðinu? Ó, jú það kostar.  Vinir Akureyrar tala um að hafa tapað tugum milljóna á þessari vitleysu, hefði ekki mátt bjóða þeim að taka þátt í kostnaði við aukna gæslu?  Og ef Vestmannaeyjar geta tekið á móti þessum hóp ættu Akureyringar að geta það líka og hvaða bæjarfélag á landinu sem er ef út í það er farið. 

Og fyrst Eyvinn er byrjaður að pirra sig á þessu þá er gjörsamlega fáránlegt að bannað sé að sötra öl á Laugardalsvelli, það er t.d. seldur bjór á flest öllum fótboltavöllum í Evrópu, ekkert sjálfsagðara og allt virðist ganga bara nokkuð vel fyrir sig þar.  Bjórsala er svo örugglega ein af tekulindum Eggsins í West Ham, en hann var jú einn af þeim sem setti þessar reglur.

Förum útí reykingarnar síðar.....


mbl.is Ákvörðun um að banna ungmennum að tjalda tekin af illri nausyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband