Leita í fréttum mbl.is

Alltaf gaman að líta aðeins til baka

Heyrði lag í dag, vá þetta rýmar bara hreinlega en hvað um það heyrði lagið Last kiss með Perl Jam í útvarpinu í dag en þetta lag var töluvert mikið spilað þegar Eyvinn og Dídan voru að kynnast back in ´99 og það rifjaði upp smá spjall sem við áttum á þessum tíma skötuhjúin þar sem við lýstum draumaprinsi okkar og draumaprinsessu fyrir hvort öðru (þetta hefur örugglega átt sér stað eftir nokkra bjóra).   

Man að lýsing Dídunar á sínum draumaprinsi var bara lýsing á Eyvanum út í gegn fyrir utan kannski að vera vöðvastæltur og sólbrúnn en allt annað passaði svona nokkurnveginn þ.e. myndarlegur, skemmtilegur, barngóður og vill eignast fullt af börnum, ákveðinn, metnaðarfullur, rosalega vinsæll, á að eiga flottan bíl og verður að fíla Ísafjörð í botn.  Það fylgdi reyndar með að draumaprinsinn mætti ekki vera trésmiður, veit ekki afhverju en það var inní þessari lýsingu.

Draumaprinsessa Eyvans á þessum tíma var einhvernvegin svona:  Falleg, klár, skemmtileg, hlý og góð við Eyvann, fyndin, góð aftur, metnaðarfull, góð við Eyvann einusinni enn, verður að hafa mikinn áhuga á fótbolta, bjórdrykkju og kynlífi, ákveðin en umfram allt sjálfstæð og góð við Eyvann.  Flott ef hún ætti líka eins og eina gröfu!  Það er reyndar bara nokkuð fyndið hvað þetta smellpassaði alltsaman við Díduna og gerir enn, fyrir utan þetta með gröfuna og kannski fótboltaáhugann Grin

Jamm, það er alltaf gama að líta aðeins til baka....

Læt eina mynd af draumaprinsessunni og reyndar draumaprinsinum mínum fylgja með svona til gamans...Skondið að eiga mynd af þeim saman...

Scan10031


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

Snilld!

Kveðja, Beggunni

Begga (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband