Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta og eina ástarbréfið...

Dídan mín litla fallega hefur nokkrum sinnum farið út fyrir landsteinana til náms og í öll þessi skipti hefur Eyvinn verið einn heima á landi íss og snjóa. 

Ein af þessum ferðum Dídunnar í leit sinni að þekkingu er Eyvanum sérstaklega eftirminnileg en það er för stelpunnar til USA sem var frekar stutt sökum þess að stelpan saknaði Eyvans síns svo mikið (eða það sagði hún a.m.k.) en einnig vegna þess að þarna gerðist það í fyrsta og væntanlega síðasta skipti að Eyvinn skrifaði ástarbréf.  Já ástarbréf.

Bréfið var uppfullt af allskonar ástarjátningum og fallegum lýsingarorðum sem einna helst tengdust útliti Dídunnar minnar.  Einnig hafði Eyvinn teiknað stórt hjarta neðst á bréfið og inní því stóð Eyvi+Dída = Sönn ást.   Og til að toppa þetta alltsaman hafði Eyvinn sett nokkra dropa af rakspíranum sínum á bréfið.  Já, Þetta var alvöru.  Alvöru ástarbréf.

Einn af samnemendum Dídunnar þarna í landi draumana á myndband af því þegar Dídan las bréfið á fallegum og afviknum stað á skólalóðinni, hann sendi Eyvanum eintak og má sjá brot úr því hér. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband