Leita í fréttum mbl.is

Það er hægt að gera allt fyrir 500 kall...

Ég og sonur minn sátum fyrir framan sjónvarpið eitt kvöldið í vikunni og horfðum á Prison break sem er uppáhalds sjóvarpsefni stráksins.  Við strákarnir áttum áhugavert samtal eftir eitt af fjölmörgum hléum sem sjónvarpsstöðavar gera víst til að koma að auglýsingum. 

Eftir umrætt auglýsiningahlé spurði ég strákinn minn sem er á 8. ári hvað hann myndi kaupa sér ef hann ætti smá pening.

"Pabbs, ég held að ég myndi kaupa mér svona Tampax eins og var verið að auglýsa þarna áðan" sagði strákurinn svolítið dreymandi á svipinn.tampax_compak_fresh_super_10364

"Tampax!" Sagði hr. E undrandi "af hverju Tampax?" 

                 

"Jú, sko, það kostar bara 500 kall og það er hægt að gera allt ef maður á svona, maður getur farið í sund hvernær sem maður vill, spilað fótbolta og farið í Tívolí og svona og allskonar bara fyrir 500 kall. Varstu ekki að horfa á auglýsinguna eða hvað?"

Þá er ekki eftir neinu að bíða, hr. E ætlar að skjótast útí búð og kaupa svona Tampax dæmi og gera svo eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.

       

67tampax                            tampaxB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðdómlegt svar - og ekki við öðru að búast eins og sumar auglýsingar eru settar fram. Áfram VKE junior.

ARB (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband