Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Gaman saman

Það var bara gaman í DK um helgina, alltaf jafn skemmtilegt að heimsækja Díduna mína litlu fallegu, börnin og Mikkuna og svo skemmir ekki veðrið og verðið á Ölinu :) 

Skruppum á kynningu hjá Íslendingafélaginu á laugardagskveldið Eyvinn tók reyndar eitthvað lítið eftir kynningunni sem slíkri en þeim mun meira var drukkið af öli, spjallað við fólk og hlustað á stórskemmtilega hljómsveit sem ég held að heiti Malakoff.  Eins og áleggið, já áleggið. 

Það er reyndar aðeins farið að taka á að ferðast svona oft á milli þó að þetta sé nokkuð þægilegur rúntur þannig að ætli það fari ekki að styttast í að Eyvinn flytji til Odense.  Kallinn hlýtur að geta fundið sér eitthvað að læra þarna í skólabænum.... 


Elskan mín - Ástin mín þú ert mabbi

Held að Eyvinn sé orðinn "mjúki maðurinn" allavega bráðnaði kallinn alveg þegar Regína mín  3ja ára hvíslaði þessu að pabba sínum í kvöld.  Eyvinn var aðeins búinn að vera að þræta við stelpuna sína því það gekk frekar illa að fá hana til að fara að sofa þá komu þessi orð "Elskan mín - ástin mín þú ert mabbi minn (Komst að því eftir hálftíma spjall að mabbi þýðir mamma og pabbi).  Stelpan náði með þessu að fá að vaka aðeins lengur.  Takmarkinu náð? Sennilega.

Danmörk í fyrramálið, gaman að því, held að fallega eiginkonan mín til nokkura mánaða (sem býr í DK fyrir þá sem ekki vita það) ætli að bjóða Eyvanum út að borða og leyfa kallinum að hitta eitthvað af því fólki sem hún er búin að kynnast þarna síðasta hálfa árið.  Skemmtilegt? Pottþétt!

Að lokum segi ég við sjálfan mig: Góða ferð.......


"Það er kúkur....

.....Í bleyjunni minni."  Þetta er setningin sem Eyvinn hefur vaknað við undanfarna daga enda 75% af barnaskaranum búin að vera hjá Pabbs í rúma viku.  Þetta hefur að sjálfssögðu verið afar skemmtilegur tími en svakalega annasamur.  Það er nokkuð ljóst í huga Eyvans að það er ekkert einfalt mál að vera einstæð þriggja barna móðir, mikið pússluspil.  En þetta hefst allt saman með frábærri aðstoð móður og tengdamóður......

Næst á dagskrá er að kíkja til Odense DK og koma krökkunum í skólann og til dagmömmunar og að sjálfssögðu að knúsa Díduna mína litlu fallegu í nokkra daga.  Bara gaman.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband