Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Á forsíðu Time

Bara varð að sjá hvernig við strákarnir tækjum okkur út á forsíðu Time :)


Fyrsta og eina ástarbréfið...

Dídan mín litla fallega hefur nokkrum sinnum farið út fyrir landsteinana til náms og í öll þessi skipti hefur Eyvinn verið einn heima á landi íss og snjóa. 

Ein af þessum ferðum Dídunnar í leit sinni að þekkingu er Eyvanum sérstaklega eftirminnileg en það er för stelpunnar til USA sem var frekar stutt sökum þess að stelpan saknaði Eyvans síns svo mikið (eða það sagði hún a.m.k.) en einnig vegna þess að þarna gerðist það í fyrsta og væntanlega síðasta skipti að Eyvinn skrifaði ástarbréf.  Já ástarbréf.

Bréfið var uppfullt af allskonar ástarjátningum og fallegum lýsingarorðum sem einna helst tengdust útliti Dídunnar minnar.  Einnig hafði Eyvinn teiknað stórt hjarta neðst á bréfið og inní því stóð Eyvi+Dída = Sönn ást.   Og til að toppa þetta alltsaman hafði Eyvinn sett nokkra dropa af rakspíranum sínum á bréfið.  Já, Þetta var alvöru.  Alvöru ástarbréf.

Einn af samnemendum Dídunnar þarna í landi draumana á myndband af því þegar Dídan las bréfið á fallegum og afviknum stað á skólalóðinni, hann sendi Eyvanum eintak og má sjá brot úr því hér. 

 


Þú þarft að hitta pabba....

Þegar þessi orð komu úr munni Dídunnar á 2ja mánaða kærustuparaafmælisdegi okkar vissi Eyvinn að sambandið væri að komast á annað og hærra stig.

Dídan hafði frá upphafi talað mikið og vel um Kidda pabba sinn þannig að það var í sjálfu sér ekkert rosalegt stress á Eyvanum að fara að hitta þennan mann en þegar Dídan sagði að hittingurinn færi fram í Heiðmörk og að bræður hennar, Hési Cool og Geiri Grill væru með pabbanum var ekki laust við að Eyvinn fengi smá hnút í mallakút.  Coolistinn og Grillarinn, hvernig gaurar eru það, hættuleg vöðvabúnt eða vænstu skinn, er annar nemi í smíðum og hinn áhugamaður um leiklist var á meðal þess sem flaug um huga Eyvans þar sem hann brunaði í Heiðmörk á fagurrauðum bíl móður sinnar.

Þessi hittingur í Heiðmörk varð til þess að Eyvinn var enn ákveðnari en áður í að reyna að halda í stúlkuna sem hafði heillað hann uppúr skónum aðeins tveimur mánuðum fyrr.

Já, þetta var fallegur dagur í Heiðmörk og fullt af löngum ferðalöngum með myndbandsupptökuvélar á ferð, þeir náðu samtali Eyvans, Kidda, Coolistans og Grillarans á myndband sem má skoða hér. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband