Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Miðvikudagur, 25.7.2007
Endar Liverpool í þriðja?
Liverpool er uppáhaldslið Eyvans í ensku deildinni, bara svo það sé á hreinu. En einhverneigin hefur Eyvinn það samt á tilfinningunni að liðið endi ekki ofar en þriðja sæti á komandi tímabili, veit ekki afhverju, finnst bara hafa vantað einhvern neista í liðið undanfarin tímabil, einhvern kraft, þegar kemur að deildinni. Finnst eins og það sama sé uppá teningnum núna. Æfingaleikirnir hafa gengið ágætlega undanfarið, gerðu það svosem líka í fyrra og væntingarnar voru miklar. Vonandi skila þessir fimm milljarðar sem settir hafa verið í leikmannakaup sér í árangri.
Þessi ummæli Mourinho eru útúr kú, held að pressan um árangur sé töluvert meiri hans megin.
Mourinho: Mikil pressa á Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 23.7.2007
Efast um að Birgir Leifur sé sterkasti kylfingur landsins...
Eyvinn hreinlega stórefast um að Biggi Ell sé sterkasti kylfingur landsins, sérstaklega eftir að hafa séð til Magga Ver leika nokkrar holur á ónefndum velli ekki alls fyrir löngu en Magnús Ver lyftir nákvæmlega 274,5 kg. í bekkpressu og röltir um með heilu rútubílana í eftirdragi út um allan bæ. Efast um að Bigginn geri það. Annars væri Magnús Ver ekkert nema bara flottur sem markvörður í einhverri boltaíþróttinni, þó ekki væri nema bara útaf nafninu... Kannski hjá Skagamönnum, held að þeir þyrftu þá ekki að hlaupa vælandi inní klefa á undan nokkrum Keflvíkingum. Ó nei.
Vá, bara mánudagshúmor í gangi hjá Eyvanum, sei, sei....
Birgir Leifur: Eitt sterkasta Íslandsmót frá upphafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20.7.2007
25 ostborgarar á 10 dögum....
Eyvinn sló persónulegt met í hamborgaraáti í síðustu ferð sinni til USA, 25 McOstborgara á 10 dögum. Ekki slæmt það, eða Hvað?
Ekki hafði þetta þó áhrif á þyngd Eyvans, sem er rétt rúmlega ofurfyrirsæta í kílóum talið. Nokkuð ljóst er þó að ef Hr. E hefði borðað þetta magn á Íslandi hefði kallinn sennilega misst nokkur kíló úr buddunni sinni litlu fallegu.
Flestir eða 33,3% þeirra sem tóku þátt í könnuninni um þetta mál höfðu því rétt fyrir sér, Eyvinn hefur þó nokkrar áhyggjur af því að 9,5% þeirra sem tóku þátt héldu E hafa torgað 100 borgurum. Það er klikkun. Ég endurtek klikkun. einusinni enn: Klikkun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 18.7.2007
Einföld lausn á algengu vandamáli...
Fyrir ekki svo löngu síðan bættust einhverjar 47 stöðvar við á kapalkerfið í hverfi Eyvans, þannig að af nógu er að taka þegar kemur að sjónvarpsglápi.
Eyvinn hefur því horft á ófáar glæpamyndir að undanförnu og tekið sérstaklega eftir því að þegar kemur að því að menn þurfa að stela einhverjum rosalega merkilegum hlut þá eru allveg svakaleg þjófavarnarkerfi til staðar í formi allskonar skynjara, leysigeisla, augnskanna og fingrafaraaflesara, sumstaðar þarf meira að segja að slá inn lykilorð og renna korti í rauf til að komast inn í rammgerðar geymslur þær sem hýsa verðmætin - en alltaf virðast menn gleyma loftræstikerfinu sem þó er það rúmgott að fullt af fólki kemast auðveldaga þar fyrir.....
....Þjófavörn í Lofræstistokkinn og málið er leyst!
Eitt enn. Er það tilviljun að þegar menn, sérstaklega hetjur stökkva niður af 18 hæða brennandi byggingu skuli alltaf vera ruslagámur akkúrat á réttum stað og það allveg stútfullur af einhverju mjúku og þægilegu að lenda á....
....Af hverju eru þessir gámar aldrei fullir af glerbrotum?
Svo væri Eyvinn allveg til í að vita hvernig menn fara að því að standa í lappirnar uppá þaki lesta sem fara á nokkurhundruð km. hraða á klst., virðist allavega vera ekkert mál.
Jæja, það er að byrja ein góð.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10.7.2007
Kláfur og veitingahús á Eyrarfjall
Eyvinn hefur nett gaman af léttgeggjuðum hugmyndum og mönnum sem hafa vilja og þor í að leggja af stað með verkefni eins og þetta.
Snilldarhugmynd og frábært ef þetta verður að veruleika hjá bloggvini mínum honum Skafta og Úlfi af Hamraborgarkyni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 6.7.2007
Verður spennandi að sjá árangurinn
City tilkynnir um ráðningu á Eriksson í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5.7.2007
Auðvitað var þetta viljandi gert...
Hef lúmskan grun um að Bjarninn hafi tekið nokkur svona skot á æfingum í gegnum tíðina og eftir að hafa horft nokkrum sinnum á upptökuna af þessu annars glæsilega marki á maður nokkuð erfitt með að trúa því að Guðjónsson hafi bara ekki hitt boltann.
En svona er fótboltinn og þetta má gera, þess vegna finnst mér ekki rétt, að Skaginn hefði átt að "gefa" Keflvíkingum mark til að bæta fyrir glæsimarkið né heldur bjóða annan leik.
Varðandi samviskuna hjá þeim feðgum þjálfara Íslands og "heiðarlegasta fótboltamanni heims" (eins og Bjarnanum hefur verið lýst í viðtölum) held ég að það verði ekkert vandamál, þeir eru sennilega búnir að gleyma þessu nú þegar.
Framkoma Keflvíkinga er náttúrulega óafsakanleg en þó að ég sé nú ekki með gráðu í sálfræði myndi ég skjóta á að það hafi verið nokkuð mannlegt að menn yrðu pínu mikið æstir. Held meira að segja að ef þetta hefði gerst hinumegin á vellinum hefðu viðbrögðin orðið eins ef ekki verri.
Bjarni þurfti lögreglufylgd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- villithor
- doolafs
- oddikriss
- njardvik73
- jax
- skaftie
- hjorturgud
- ingo
- swaage
- joninaben
- sverrir
- sigmarg
- ellyarmanns
- gummibraga
- stebbifr
- morgunbladid
- vestfirdir
- prakkarinn
- kristinmaria
- hannibal
- ithrottir
- ea
- jakobsmagg
- nosejob
- hannesgi
- partners
- gummim
- isdrottningin
- fiskholl
- brelog
- tommi
- killerjoe
- thordursteinngudmunds
- dolli-dropi
- nanna
- vestfirdingurinn
- heidathord
- mariagudjons
- vilby
- asthildur
- sigruningibjorg
- ellsi
- handsprengja
- birgitta
- fridjon
- einaroddsson
- fararstjorinn
- snorris
- halkatla
- gummisteingrims
- heringi
- andreaolafs
- belle
- heimsborgari
- gudnym
- bjarnihardar
- arnih
- bjarney
- dj-storhofdi
- bonham
- gudnyruth
- asgeirpall
- nesirokk
- daystar
- vkb
- isf2
- vertu
- valli57
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Börnin mín:
Vinna Eyvans:
Þetta er það sem Eyvinn er að vinna við allan daginn og langt fram á kvöld:)