Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008

"Eigum viđ ţá ekki ađ gefa ţeim bleiu"

Eyvinn var ađ horfa á leik Íslands og Frakklands í sjónvarpinu og eins og margir ađrir á Eyvinn ţađ til ađ lifa sig svolítiđ inní leikinn og láta nokkur vel valin orđ flakka.  Eitt af ţví sem Eyvinn missti útúr sér rétt fyrir leikhlé var eitthvađ á ţá leiđ ađ nú vćri liđiđ alveg ađ skíta á sig. 

"pabbi, eigum viđ ţá ekki bara ađ gefa ţeim bleiu," heyrđist ţá í Regínu minni, sem stóđ fyrir aftan Eyvann.  Svo fylgdi á eftir "er ég ekki skarpari en skólakrakki?"

Alveg frábćrt ţađ sem kemur frá ţessum krökkum.  Frábćrt.


Bólfarir og heimilisbókhaldiđ

Eyvinn er eins og flestir karlmenn ef ekki allir ađ ţví leitinu til ađ hann hefur alltaf taliđ sig međ ţeim betri í bólinu, eiginlega bara haldiđ sig bestan í heimi á ţví sviđinu, enda oft og mörgu sinnum heyrt setningar einsog "Vá, ég vissi ekki ađ ţetta vćri hćgt" og "Ţetta var rosalegt". 

En "bestur í bólinu" tilfinningin hvarf í gćr.  Í gćr var nefnilega heimilisbókhaldsdagur hjá Eyvanum.

Og hvađ kemur heimilisbókhaldiđ bólfćrni Eyvans viđ?

Jú, ţađ er nefnilega ţannig ađ ţegar Hr. E var ađ taka saman kvittanir og stemma bókhaldiđ af  ţá leyndist ţessi litli snepill (sjá mynd) inn á milli kvittana fyrir nauđsynjavörum. 

receipt2

En Eyvinn getur samt huggađ sig viđ ţađ ađ konan býr langt langt í burtu og ţví er ţetta kannski ekki dómur á hćfni Hr. E. á beddanum.  Kannski er Eyvinn bara bestur í heimi, hver veit?


Carlsberg besti bjórinn

Carlsberg er besti bjórinn skv. könnun á Eyvabloggi, ţátttakan var ekkert rosaleg en ađ mati Eyvans er könnunin vel marktćk enda er Carlsberg besti bjórinn.

Röđ efstu bjóra:

Carlsberg 17,1 % atkv.

Tuborg 13,3 %

Kaldi, Thule og Viking 8,9 %

medal

Eyvinn hefur sett nýja könnun í gang.  Spurt er:

Fer FL Group á hausinn á árinu.  Já eđa Nei.

 

 


Völva E! - Seinni hluti

Golf

Ţađ verđur helst í fréttum ađ atvinnugolfarinn Birgir Leifur keppir í nokkrum mótum, stundum verđur hann yfir pari vallar, nokkrum sinnum undir pari og annađ slagiđ verđur hann á pari.

Fjölmiđlar og fjölmiđlafólk

Fréttablađiđ selur fjórum smáauglýsingum meira en áriđ 2007. 

Reynir Trausta rífst viđ einhvern, SME skiptir um starf og Logi Bergmann fćr sér strípur.

Heimurinn

Kastró deyr.

Ţađ verđa sprengdar sprengjur á nokkrum stöđum í heiminum á árinu. 

Ósama rakar ekki af sér skeggiđ.  Og hann finnst ekki.

Gaurarnir sem framleiđa Range Rover bílana senda frá sér afkomuviđvörun vegna ástandsins á Íslenskum hlutabréfamarkađi.

Ríka og frćga

Jennifer Aniston skiptir um hárgreiđslu.

Britney Spears fćr börnin, missir börnin, fćr ţau aftur og missir einu sinni enn.

Victoria Becham lćtur laga á sér nebbann.  David Becham skorar úr víti á árinu.

Rappararnir Coolio og Eminem gera lag saman,  Erpur rappar bakrapp.

 


Völva E!

Völva E! fyrir áriđ 2008 1. Hluti

 

Skemmtanabransinn:

Flestir tónlistarmenn landsins gefa út plötu fyrir jólin.

Bubbi leikur í auglýsingu(m).

Ţekktur Íslenskur söngvari tekur lagiđ međ Sinfoníuhljómsveitinni og annar međ einhverjum kór.

Garđar Thor Cortes á eftir ađ syngja nokkur lög á erlendri grundu og Nylon hópurinn líka.

Hemmi Gunn kíkir í heimsókn á Vestfirđi.

Hamfarir:

Ekkert eldgos verđur hér á landi á ţessu ári .  

Bara nokkrir litlir jarđskjálftar,  bók dettur úr hillu í húsi á Selfossi. 

í kringum áramótin 08/09 verđa eitthvađ um 18 brunar á höfuđborgarsvćđinu, allt íkveikjur ţ.e. ef veđur leyfir.

Andlát:

Nokkrir ţekktir einstaklingar falla frá á árinu, sumir ţekktari en ađrir og pottţétt einn sem er ţekktari en ţeir allir en flestir sem falla frá á árinu eru bara ekkert ţekktir.

Verzlun/viđskipti:

Baugur kaupir fatabúđ.  Baugur selur fatabúđ.

Bónus opnar búđ.

Björgólfur Thor fćr sér nýjan síma eđa bara nýtt símafyrirtćki.

Íţróttir:

Fótboltalandsliđiđ vinnur leik.

Bjarni Guđjónsson gengur ekki til liđs viđ Keflavík.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband