Föstudagur, 9.11.2007
Alltaf gaman að líta aðeins til baka
Heyrði lag í dag, vá þetta rýmar bara hreinlega en hvað um það heyrði lagið Last kiss með Perl Jam í útvarpinu í dag en þetta lag var töluvert mikið spilað þegar Eyvinn og Dídan voru að kynnast back in ´99 og það rifjaði upp smá spjall sem við áttum á þessum tíma skötuhjúin þar sem við lýstum draumaprinsi okkar og draumaprinsessu fyrir hvort öðru (þetta hefur örugglega átt sér stað eftir nokkra bjóra).
Man að lýsing Dídunar á sínum draumaprinsi var bara lýsing á Eyvanum út í gegn fyrir utan kannski að vera vöðvastæltur og sólbrúnn en allt annað passaði svona nokkurnveginn þ.e. myndarlegur, skemmtilegur, barngóður og vill eignast fullt af börnum, ákveðinn, metnaðarfullur, rosalega vinsæll, á að eiga flottan bíl og verður að fíla Ísafjörð í botn. Það fylgdi reyndar með að draumaprinsinn mætti ekki vera trésmiður, veit ekki afhverju en það var inní þessari lýsingu.
Draumaprinsessa Eyvans á þessum tíma var einhvernvegin svona: Falleg, klár, skemmtileg, hlý og góð við Eyvann, fyndin, góð aftur, metnaðarfull, góð við Eyvann einusinni enn, verður að hafa mikinn áhuga á fótbolta, bjórdrykkju og kynlífi, ákveðin en umfram allt sjálfstæð og góð við Eyvann. Flott ef hún ætti líka eins og eina gröfu! Það er reyndar bara nokkuð fyndið hvað þetta smellpassaði alltsaman við Díduna og gerir enn, fyrir utan þetta með gröfuna og kannski fótboltaáhugann .
Jamm, það er alltaf gama að líta aðeins til baka....
Læt eina mynd af draumaprinsessunni og reyndar draumaprinsinum mínum fylgja með svona til gamans...Skondið að eiga mynd af þeim saman...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 30.10.2007
Gaman saman
Það var bara gaman í DK um helgina, alltaf jafn skemmtilegt að heimsækja Díduna mína litlu fallegu, börnin og Mikkuna og svo skemmir ekki veðrið og verðið á Ölinu :)
Skruppum á kynningu hjá Íslendingafélaginu á laugardagskveldið Eyvinn tók reyndar eitthvað lítið eftir kynningunni sem slíkri en þeim mun meira var drukkið af öli, spjallað við fólk og hlustað á stórskemmtilega hljómsveit sem ég held að heiti Malakoff. Eins og áleggið, já áleggið.
Það er reyndar aðeins farið að taka á að ferðast svona oft á milli þó að þetta sé nokkuð þægilegur rúntur þannig að ætli það fari ekki að styttast í að Eyvinn flytji til Odense. Kallinn hlýtur að geta fundið sér eitthvað að læra þarna í skólabænum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 26.10.2007
Elskan mín - Ástin mín þú ert mabbi
Held að Eyvinn sé orðinn "mjúki maðurinn" allavega bráðnaði kallinn alveg þegar Regína mín 3ja ára hvíslaði þessu að pabba sínum í kvöld. Eyvinn var aðeins búinn að vera að þræta við stelpuna sína því það gekk frekar illa að fá hana til að fara að sofa þá komu þessi orð "Elskan mín - ástin mín þú ert mabbi minn (Komst að því eftir hálftíma spjall að mabbi þýðir mamma og pabbi). Stelpan náði með þessu að fá að vaka aðeins lengur. Takmarkinu náð? Sennilega.
Danmörk í fyrramálið, gaman að því, held að fallega eiginkonan mín til nokkura mánaða (sem býr í DK fyrir þá sem ekki vita það) ætli að bjóða Eyvanum út að borða og leyfa kallinum að hitta eitthvað af því fólki sem hún er búin að kynnast þarna síðasta hálfa árið. Skemmtilegt? Pottþétt!
Að lokum segi ég við sjálfan mig: Góða ferð.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 24.10.2007
"Það er kúkur....
.....Í bleyjunni minni." Þetta er setningin sem Eyvinn hefur vaknað við undanfarna daga enda 75% af barnaskaranum búin að vera hjá Pabbs í rúma viku. Þetta hefur að sjálfssögðu verið afar skemmtilegur tími en svakalega annasamur. Það er nokkuð ljóst í huga Eyvans að það er ekkert einfalt mál að vera einstæð þriggja barna móðir, mikið pússluspil. En þetta hefst allt saman með frábærri aðstoð móður og tengdamóður......
Næst á dagskrá er að kíkja til Odense DK og koma krökkunum í skólann og til dagmömmunar og að sjálfssögðu að knúsa Díduna mína litlu fallegu í nokkra daga. Bara gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12.9.2007
Komnir til baka.....
Stafsetningarvilla varð þess valdandi að Eyvinn og Hésinn enduðu í Denze í Ghana í stað Odense í Danmörku, ótrúlegt, sérstaklega vegna færslunar hér á undan. Enn Ótrúlegri tilviljun réði því svo einnig að Ghönsk hjón lásu færslu Eyvans hér á undan um búslóðaflutninga og voru E og H því fengnir til að flytja búslóð þeirra Gnha og Gunmigha McNungo í Ghana um helgina. Við félagarnir leigðum því reiðhjól með körfu og kláruðum að flytja rúmið og stólinn á rétt rúmlega klukkutíma og þá teljum við kaffi- og sígópásur með. Síðan var haldið til Odense í Dan. og tekið á því. Við náðum settu marki þar, skrúfuðum húsgögn sundur, fluttum og skrúfuðum sömu húsgögn saman aftur á öðrum stað á innan við 8 tímum (Takk fyrir hjálpina Oddur og Kristín). Gerist ekki betra. Reyndar var þessi ferð mjög sniðug, ferðast í 12 tíma unnið í átta tíma og dottíð í´ða í rúmlega 9 tíma. Svona á þetta að vera. Svo má líka koma fram að Eyvinn hitti konuna sína fallegu og börn í smá stund. Lífið er víst ekki bara flutningar og bjórdrykkja....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5.9.2007
Skyldi maður komast til Odense?
Nú eru Eyvinn, Hési Cool og Regína Krista að fara til Odense á föstudag og miðað við þetta er alltaf möguleiki á að lenda í hremmingum og enda í Denze í Ghana. Svei mér þá. Gæti reyndar verið ágætt því tilgangur ferðarinnar til Óðinsvé (fyrir utan að hitta konu og börn) er að fara að flytja búslóðina okkar og koma okkur fyrir í nýrri íbúð og þar sem flutningar eru ekki það allra skemmtilegasta sem maður tekur sér fyri hendur væri eflaust fínt að lenda bara í Ghana.
Dída, bið að heilsa öllum ef ég kem ekki á föstudag.........
Afdrifarík stafsetningarvilla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 16.8.2007
Vesturbæjarfílingur í Manchester
Mikið svakalega rosalega myndi það nú vera skemmtilega hressandi ef tímabilið hjá Man. Utd. yrði eitthvað í líkingu við tímabilið hjá KR-ingum. Ólíklegt en rosalega hressandi.
Eyvinn fylgdist með leik Fulaham og Bolton enda Helguson í pínu uppáhaldi hjá Eyvanum. Drengurinn stóð sig barasta nokkuð vel og á vonandi eftir að gera góða hluti með boltann í bol frá Bolton.
Man. Utd. náði aðeins stigi gegn Portsmouth, Heiðar skoraði fyrir Bolton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 11.8.2007
Eyvinn og Kobbinn bjarga bjórframleiðendum
Það er nokkuð ljóst að ferðir Eyvans og Kobbans til Danmerkur undanfarið hafa bjargað þarlendum bjórframleiðendum frá gjaldþroti en skv. fréttum frá Danmörku hafði sala á öli dregist töluvert saman frá fyrra ári sökum slæms tíðarfars.
Eins og sönnum Íslendingum sæmir tóku Eyvinn og Kobbinn sig því til og fundu einhverjar góðar ástæður sem tengjast vinnu og fjölskyldu til að skreppa til Danmerkur, þó ástæður þessara ferða væru vinnutengdar var í raun eini tilgangur þeirra að bjarga bjórframleiðendum frá yfirvofandi fjárhagsvandræðum. Það hefur nú komið í ljós að þetta tókst hjá okkur frændum og Carlsberg skilaði t.d. viðunandi afkomu þetta árið.
Eyvinn hélt uppá þennan árangur með vinum og kunningjum í Odense DK í gærkveldi og var ótæpilega drukkið af öli og einhverjum skotum sem heita Bla GaJol. Heilsan er nú samt nokkuð góð bara, já, já. Sei, sei.
Nú hefur heyrst að nokkur spilavíti í Las Vegas séu að tapa peningum, E og K þangað......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9.8.2007
Banna, banna, banna
Bönnum fólki að tjalda, bönnum fólki að reykja inni, bönnum fótboltaáhugamönnum að drekka í stúku, bönnum hitt og bönnum þetta. Fáránlegt.
Sérstaklega fáránlegt þarna fyrir norðan, að banna ákveðnum aldurshópi að tjalda í bænum. Þar sem það var fyrirsjánlegt að þessi aldurshópur yrði til vandræða hvers vegna var þá ekki brugðist við t.d. með aukinni löggæslu á svæðinu? Ó, jú það kostar. Vinir Akureyrar tala um að hafa tapað tugum milljóna á þessari vitleysu, hefði ekki mátt bjóða þeim að taka þátt í kostnaði við aukna gæslu? Og ef Vestmannaeyjar geta tekið á móti þessum hóp ættu Akureyringar að geta það líka og hvaða bæjarfélag á landinu sem er ef út í það er farið.
Og fyrst Eyvinn er byrjaður að pirra sig á þessu þá er gjörsamlega fáránlegt að bannað sé að sötra öl á Laugardalsvelli, það er t.d. seldur bjór á flest öllum fótboltavöllum í Evrópu, ekkert sjálfsagðara og allt virðist ganga bara nokkuð vel fyrir sig þar. Bjórsala er svo örugglega ein af tekulindum Eggsins í West Ham, en hann var jú einn af þeim sem setti þessar reglur.
Förum útí reykingarnar síðar.....
Ákvörðun um að banna ungmennum að tjalda tekin af illri nausyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9.8.2007
Sumarið rétt að byrja í Danmörku
Nú þegar sumarið virðist á enda á Íslandi tala Danir um að sumarið sé rétt að byrja hjá þeim. Hér í Odense er rúmlega 20 stiga hiti og annar hver maður sem sést á röltinu er með ís í annari og Carlsberg í hinni. Reyndar hafa báðir Danirnir sem Eyvinn hefur spjallað við sagt að bjórsalan hafi gengið frekar illa það sem af er sumri vegna þess hve veðrið hefur verið slæmt en það ætti að lagast núna.
Er sumarið búið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- villithor
- doolafs
- oddikriss
- njardvik73
- jax
- skaftie
- hjorturgud
- ingo
- swaage
- joninaben
- sverrir
- sigmarg
- ellyarmanns
- gummibraga
- stebbifr
- morgunbladid
- vestfirdir
- prakkarinn
- kristinmaria
- hannibal
- ithrottir
- ea
- jakobsmagg
- nosejob
- hannesgi
- partners
- gummim
- isdrottningin
- fiskholl
- brelog
- tommi
- killerjoe
- thordursteinngudmunds
- dolli-dropi
- nanna
- vestfirdingurinn
- heidathord
- mariagudjons
- vilby
- asthildur
- sigruningibjorg
- ellsi
- handsprengja
- birgitta
- fridjon
- einaroddsson
- fararstjorinn
- snorris
- halkatla
- gummisteingrims
- heringi
- andreaolafs
- belle
- heimsborgari
- gudnym
- bjarnihardar
- arnih
- bjarney
- dj-storhofdi
- bonham
- gudnyruth
- asgeirpall
- nesirokk
- daystar
- vkb
- isf2
- vertu
- valli57
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Börnin mín:
Vinna Eyvans:
Þetta er það sem Eyvinn er að vinna við allan daginn og langt fram á kvöld:)