Leita í fréttum mbl.is

Gamall...

Eyvinn er orðinn gamall, held að það sé nokkuð ljóst.  20 ára fermingarafmæli framundan, vá hvað tíminn hefur flogið (flýgur tíminn?), finnst eins og 10 ára fermingarafmælisveislupartýdæmið hafi verið í gær, man reyndar ekkert eftir því spurning hvort það sé aldurinn eða hið mikla magn áfengis sem neytt var það kvöld, hallast að því síðarnefnda, og þó...

Hef líka tekið eftir því undanfarið að Eyvinn er farin að gera gamlakallahluti, keyra hægar, gefa stefnuljós, kíkja í heimsókn til vina, kunningja og ættingja um miðjan dag, án þess að gera boð á undan sér.  Setti meira að segja í uppþvottavélina í dag. 

Tók svo eftir því í morgun að eitt af mínum þrettán bringuhárum var orðið grátt.  Sleit það í burtu.

Sjáumst á púttvellinum...

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

Skil þetta með stefnuljósið og uppþvottavélina GAMLI minn.

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, 19.3.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband