Leita í fréttum mbl.is

Dr. Dolittle...

...Er gælunafn Eyvans á heimilinu um þessar mundir, enda drengurinn búinn að vera ótrúlega latur við að skrúfa saman hluti, lemja nagla í veggi, spartla og mála og hvað þetta heitir nú allt saman, við litla hrifningu tilvonadi eiginkonu, sem með þessu áframhaldi verður fyrrverandi tilvonandi frú Vilhjálmsson. 

En allt á þetta sér nú skýringar.  Í fyrsta lagi er Eyvinn afar ólaghentur maður og flestar þær framkvæmdir sem farið er í á heimilinu enda með marblettum og plástrum hér og þar á líkamunum, í annan stað finnst Eyvanum alveg svakalega ótrúlega rosalega hundleiðinlegt að setja saman skúffur, skápa og annað IKEA dót (það er jafnvel leiðinlegra en að hlusta á skammir þær sem af þessari leti hljótast) og C: Það má ekki gleyma því að Eyvanum var vart hugað líf við fæðingu og á þessvegna að hvílast fara vel með sig.

Dr. Dolittle hefur reyndar lofað bót og betrun hvað þessar framkvæmdir varðar og stefnir ótrauður á að hefjast handa fljótlega eftir helgi, þannig að ef ekkert verður skrifað hér næstu vikurnar hefur Eyvinn væntanlega sagað af sér einhverja fingur......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Góður, farðu varlega.

Sigfús Sigurþórsson., 26.3.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

Er Þetta ekki bara leti(bróðir) en góður......................

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, 28.3.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband