Leita í fréttum mbl.is

Reykingar...

Sígaretta og kaffi eru morgunmatur Eyvans, morgunmatur dauðans eins og einhver orðaði það einhverntíman, en þannig er það bara, Eyvinn hreinlega kemst ekki gang fyrr en eftir þennan holla og bragðgóða morgunverð. 

Samkvæmt lauslegum útreikningum í huganum hefur kallinn reykt rétt rúmlega 11 kílómetra af sígarettum í gegnum tíðina en til að setja þetta í samhengi sem allir átta sig á þá jafngildir þetta því sem Jenna Jameson hefur tek.... nei, við skulum frekar nota fótboltavelli sem viðmiðun í þessu máli en þetta jafngildir þá lengd 110 fótboltavalla.

Ef menn hugsa um peninga í þessu máli þá hafa þessir 11 kílómetrar af Winston í hörðum pakka kostað Eyvann nákvæmlega 3.257.625,- krónur á núvirði (1/2 Landcruiser með engum aukabúnaði) en til samanburðar þá kostar það Ríkissjóð rétt rúmlega einn komma eitthvað milljarð að tvöfalda 11 kílómetra kafla á Reykjanesbraut, þannig að Eyvinn ekkert að missa svefn vegna þessarar upphæðar....

Reykingarnar eiga líka sinn þátt í því að Eyvinn vigtar nákvæmlega jafnmikið og súpermódel, (kvenkyns reyndar en súpermódel samt) en strákurinn þarf að hlaupa upp og niður tröppur fimmtán sinnum á dag til þess að fá sér smók...

Hóst, Hóst...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband