Leita í fréttum mbl.is

Fataskápurinn....

Verð eiginlega að halda áfram skrifum mínum um samband okkar Dídu, það er svo rosalega skemmtilegt að rifja þetta alltsaman upp.  Bjargar eiginlega bara deginum.

Þegar hér er komið við sögu erum við búin að vera að dúlla okkur í rúman mánuð.

Minnir að þetta hafi verið á þriðjudagseftirmiðdegi og Eyvinn var nýbúinn að vera að spjalla við samstarfs- og námsmanninn Kobbs en í þessu samtali tjáði Kobbinn Eyvanum það að Laufey hans ágæta kona hefði komist í fataskápinn hans og hreinlega hent öllum fötum sem þar voru og keypt ný.  Man að svar Eyvans við þessu var eitthvað á þá leið að svona ættu konur bara ekki að gera. 

Það fyrsta sem hljómaði í eyrum Eyvans þegar hann kom heim þetta kvöld var "Elskan, ég tók öll fötin sem voru í skápnum þínum, gaf Rauða krossinum og keypti ný handa þér"

"Frábært"  sagði ég og brosti alveg hringinn.  En hugsanir Eyvans á þessari stundu má örugglega ekki setja á Moggabloggið.

Eyvinn settist uppí Tuma (Bíllinn sem við höfðum til afnota á þessum tíma) og brunaði beint á fund samstarfs- og námsmannsins Kobbs sem eins og áður sagði hafði lent í nákvæmlega sömu stöðu þennan sama dag.  Skrýtin tilviljun.  Við félagarnir ræddum máilin stutta stund íklæddir nýju fötunum sem konurnar höfðu keypt í Vinnufatabúðinni á lítinn pening.  Þetta samtal okkar var fyrir einhverja ótrúlega tilviljun tekið upp á myndband sem Eyvinn hefur ákveðið að setja hér.  

Grín, það er hér.

Svona í smá framhaldi af þessu þá var Eyvinn á ferðalagi um Spán nokkrum árum seinna og hitti þar leigubílstjóra sem var í þessari líka fínu Hagkaupspeysu sem var merkt: Eyvi kerrutæknir.   Og Eyvinn er ekki að grínast.  Dagsatt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband