Leita í fréttum mbl.is

Amma aðstoðar við íbúðarleit...

Eyvinn og Dídan hafa undanfarnar vikur verið að leita sér að stærra húsnæði í Óðinsvé og hefur margt verið skoðað en einhverrahluta vegna hefur rétta íbúðin ekki fundist enn.  Nú er Amma Lína stödd hjá okkur í heimsókn og í einni af sínum fjölmörgu gönguferðum rakst hún á þetta fína hús sem er til leigu og það bara rétt handan við hornið þar sem við búum núna ja svona 50 metrum frá.  "Frábært hús og hentar ykkur örugglega rosa vel," sagði amma Lína og hvatti okkur til að kíkja á þetta dæmi af fullri alvöru.

Eyvinn tók sig til og "gúúglaði" götuheiti og húsnúmer til þess að reyna að finna út hvaða fasteignafélag sæi um útleigu á umræddri íbúð.  Ok, Eyvinn fann upplýsingar um íbúðina og myndir af henni, íbúðin leigist fullbúin með þeim útbúnaði sem þar er, þið getið kíkt á þetta allt saman með því að smella hér.  (aðeins fyrir 18 ára og eldri)

Bara svo það sé hreinu þá hefur amma Lína verið rekin úr íbúðarleitarnefndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha Amma Lína sko....

Inga Jóna (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband