Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Föstudagur, 20.4.2007
Gefum öndunum...
"Pabbi," Sagði sjö ára sonur Eyvans, "getum við farið og gefið öndunum brauð? Gerðu það, plís." Við þessi orð vaknaði Eyvinn eldsnemma fyrsta dag sumars.
Ekki málið, Eyvinn og Vilhjálmurinn skelltu sér í bakarí eitt í Njarðvík, keyptu brauðmola, kleinuhring og geisladisk með Ljósalaginu 2000. Svo var brunað í höfuðborgina okkar fallegu. Nú skyldi gefa svöngum öndum brauð að eta...
"Pabbi, af hverju er brauðið okkar ekki borðað?" Spurði sá stutti þegar við vorum búnir að kasta brauði útum allar trissur í hálft korter.
"Ja, nú veit ég ekki, kannski eru andarnir í þessum kirkjugarði bara ekki svangir," svaraði Eyvinn að bragði.
"Við skulum prófa annan garð....."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 17.4.2007
Nú er rétti tíminn til að kaupa hlutabréf í Flugleiðum...
Eyvinn hefur undanfarna viku verið einn í koti þar sem eiginkonan tilvonandi hefur verið á heimaslóðum Carls Bergssonar, Danmörku en þar mun hún ætla að setjast á skólabekk og halda heimili næstu árin. Það er því nokkuð ljóst að Eyvinn á eftir að eyða töluverðum tíma í skítsæmilegum flugvélakosti þeirra Flugleiðamanna en eins og flestir vita þá er það ekki það ódýrasta í heimi. Það á svo væntanlega eftir að hjálpa til við að fylla allar hirzlur þeirra félaga í Fl-grúppunni af peningum, bæta afkomu fyrirtækisins um rúmlega helling og skila þeim enn einu methagnaðarári.
Nú er því rétti tíminn til að kaupa hlut í þessu batteríi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16.4.2007
Þetta er fyrir neðan allar hellur...
Í tilefni af því að sumarið er á næsta leiti og fólk að farið að gera sig klárt í að framkvæma eitt og annað í garðinum hjá sér hefur Eyvinn ákveðið að setja hér inn smá upplýsingar um það sem ætti að vera fyrir neðan allar hellur þannig að innkeyrslur og stígar sem hellulagðir eru endist sem lengst.
Fínt er að byrja á að jarðvegsskipta flöt þeim er helluleggja skal með því að grafa c.a. 80 sm og fylla í holuna með frostfríu efni, þetta skal þjappa vel með verkfæri sem hentar í þannig vinnu t.d. jarðvegsþjöppu en þær má leigja á næstu áhaldaleigu fyrir lítinn pening. Næst skal setja nokkura sentimetra sandlag sem þarf að jafna og þjappa vel, þetta skal þjappa með aðeins minni gerð af jarðvegsþjöppu en í fyrra skiptið sem hægt er að leigja hjá sömu áhaldaleigu og áður. Síðan er í raun ekkert annað að gera en að skella hellunum niður.
Gott er að nota hlífðarfatnað við þessa vinnu s.s. vinnugalla, hnéhlífar og vettlinga.
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13.4.2007
Ég er hestur og drykkjumaður...
Eyvinn er lestrarhestur mikill sem drekkur í sig þekkingu uppúr ritðu máli nútímablaðmennsku og það voru tvær greinar í Fréttablaðinu í morgun sem Eyvinn rak augun í og fannst nokkuð skondnar, önnur var um einhvern Alex sem geymdi bíla ókunnugra úti í tvær nætur, Eyvanum finnst nú ekkert slæmt við að geyma bíl úti í nokkra daga, það versta var kannski að þeir voru geymdir í ómalbikuðum húsgrunni í Keflavík, skaðabætur fyrir eigendur þessara bíla, ekki spurning!
Hin fréttin snérist um það að ónefndur formaður ónefnds stjórnmálaflokks sem býður fram til alþingis væri of feitur og passaði ekki í netta stóla þeirra Kastljóssmanna, Eyvanum finnst í raun óþarfi að eyða dýrmætu plássi á síðum Fréttablaðsins í þetta en skemmtilegast við greinina fannst Eyvanum ummæli ritstjóra Kastljóssins um að það sem fram færi í stúdíói Kastljóss færi ekki þaðan út, er ekki tilgangurinn með þessu stúdíói að koma sem mestu þaðan út og til sem flestra?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11.4.2007
Dr. Dolittle kominn frá DK...
Þá er Dr. Dolittle kominn frá DK þar sem stefnan var sett á að aðstoða tilvonandi eiginkonu við að koma sér fyrir í Óðinsvé, en þar hyggst stúlkan setjást á námsbekk einn góðan sem Dr. Dolittle keypti handa henni í IKEA og setti saman alveg sjálfur .
En ef við sleppum öllu gríni þá voru verzlaðir heilu bílfarmarnir af húsgögnum í þessa fínu íbúð sem við leigjum þarna á Fjóni. Þegar kom að því að setja hlutina saman skrapp Dr. Doo á pöbbann ásamt Calla Bergs félaga sínum frá Tuborg og eftirlét Dídunni og Au-pair stelpunni Michaelu að koma húsgögnum saman, nett gaman að sjá þær með borvél í annari og teikningar í hinni .
Þetta virðist hafa gengið nokkuð vel hjá þeim stelpum því sjö dögum seinna vaknaði Doktorinn í þessu líka fína rúmi frá Jysk, endurnærður og til í slaginn á landi íss og elda, sem minnir Dr. Doo á það að hann þarf að fara að elda sjálfur....
....Konan litla fallega varð eftir í DK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 4.4.2007
Mc Fáránlegt

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 2.4.2007
Fjölskylduatkvæðagreiðsla um brottflutning sjónvarpstækis.
Miklar deilur spruttu upp í fjölskyldu Eyvans vegna mögulegs brottflutnings sjónvarpstækis til Danmerkur á næstu misserum, svo miklar urðu þessar deilur að blásið var til kosninga um málið innan fjölskyldunnar.
Samtökin Hagur Eyvans voru öflug í að kynna kosti þess að hafa sjónvarpstækið áfram á Kópubraut en samtökin Sól í Danmörku gengu einnig hart fram í kosningabaráttunni.
Þegar talið hafði verið uppúr skókassa þeim er notaður var sem kjörkassi kom í ljós að aðeins tvö atkvæði skildu á milli fylkinga, Sól í Danmörku í vil, það er því ljóst að sjónvarpstækið fer til Odense.
Ekki fjölgaði óeðlilega í fjölskyldu Eyvans rétt fyrir kosningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 1.4.2007
6 bandarískir forsetar í sökkvandi bát...
6 Presidents in a sinking boat.
Ford says: What do we do?
Bush says: Man the lifeboats!
Reagan says: What lifeboats?
Carter says: Women first!
Nixon says: Screw the women!
Clinton says: You think we have time?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
-
villithor
-
doolafs
-
oddikriss
-
njardvik73
-
jax
-
skaftie
-
hjorturgud
-
ingo
-
swaage
-
joninaben
-
sverrir
-
sigmarg
-
ellyarmanns
-
gummibraga
-
stebbifr
-
morgunbladid
-
vestfirdir
-
prakkarinn
-
kristinmaria
-
hannibal
-
ithrottir
-
ea
-
jakobsmagg
-
nosejob
-
hannesgi
-
partners
-
gummim
-
isdrottningin
-
fiskholl
-
brelog
-
tommi
-
killerjoe
-
thordursteinngudmunds
-
dolli-dropi
-
nanna
-
vestfirdingurinn
-
heidathord
-
mariagudjons
-
vilby
-
asthildur
-
sigruningibjorg
-
ellsi
-
handsprengja
-
birgitta
-
fridjon
-
einaroddsson
-
fararstjorinn
-
snorris
-
halkatla
-
gummisteingrims
-
heringi
-
andreaolafs
-
belle
-
heimsborgari
-
gudnym
-
bjarnihardar
-
arnih
-
bjarney
-
dj-storhofdi
-
bonham
-
gudnyruth
-
asgeirpall
-
nesirokk
-
daystar
-
vkb
-
isf2
-
vertu
-
valli57
252 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Börnin mín:
Vinna Eyvans:
Þetta er það sem Eyvinn er að vinna við allan daginn og langt fram á kvöld:)