Leita í fréttum mbl.is

USA Today!

Jæja, þá erum við búin að vera með Regínu okkar á Childrens hospital í Boston í rúma viku.  Enn hefur allt gengið nokkuð eins og vonast var til en það má lesa allt um þessa aðgerð og hinar fyrri hér.

Hitinn í er nánast óbærilegur í Boston þessa stundina, rúmlega 30 gráður og á bara eftir að hitna næstu daga skv. Sigga stormi þeirra amerísku, John "The thunder" Storm sem sér um veðrið á Fox25 WFKA (dobuljúeffkeiei). 

Eyvinn hefur náð sér í smá lit á kroppmund í göngutúrum síðustu daga, svo mikinn lit að útsendarar körfuboltaliðanna eru farnir að hafa samband.  Reyndar er Eyvinn orðinn það dökkur að hann er farinn að taka til fótanna ef hann sér löggubíl......   

Bestu kveðjur á Línuna og alla hina....  


Hvernig pantar maður loftárás?

Tók eftir því um daginn þegar ég var að hlusta á fréttir á einhverri útvarpsstöðinni eftir eina af loftárásum BNA að fréttalesarakallinn orðaði það þannig að BNA menn hefðu pantað þessa loftárás. 

Eyvinn sá alveg fyrir sér símtalið sem átti sér stað á milli Loftárása Hut og stríðskallsins:

"Loftárásir Hut, góðan dag"

"Góðan dag, stríðskallinn hér, ég ætla að panta eina loftárás"

"OK, hvað viltu stóra?"

"Eitthvað sem drepur nokkra skæruliðskalla en ekki nema svona sex af okkar gæjum"

"Hvert á að send´ana?"

"Írak væri fínt"

"Ekkert mál, þetta verður komið eftir hálftíma.  Má bjóða þér tveggja lítra gos með á 200 kall?"

 

 


Eyvinn kvænist...

  ...Næsta laugardag og er undirbúningurinn nú alveg í botni, reyndar hefur þetta nú mest allt lent á Dídunni minni, vinkonum hennar og mæðrum okkar sem allar hafa staðið sig með stakri prýði og þá sérstaklega weddingplanerinn okkar hún Begga komin 8,2 mánuði á leið, takk allar. 

Svo verð ég að þakka strákunum fyrir steggjunina, þetta var frábær dagur. Listflug, bjór, bikiní, bjór, keila, bjór, vöfflusala á fjölförnum stað, bjór, pissustopp, skot, matur, bjór, bjór, bjór, Kafteinn.  Þynnka. 

 Gerist ekki betra. 


Smá pæling....

Ef við hefðum sent einhvern í bláum bol inná völlinn á lokamínútunum til að lúskra aðeins á dómaranum,  hefðum við þá bara tapað 3-0?
mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afkomuviðvörun!

Hr. E og frú D. fundu skemmtilegan stað hér í vé því er við Óðinn er kennt, Casino Odense.

Fjölskyldan Vilhjálmsson telur því rétt að senda frá sér afkomuviðvörun, vegna taps á 200 dkk í hálfsársuppgjöri samsteypunnar.  Að leggja allt undir á afmælisdaga barnanna er bara ekki allveg að gera sig.


Hefði verið cool að bíða aðeins með handtöku....

...Í svona 45 mínútur, að handaka manninn á milli kl. 10-11 hefði boðið uppá mun skemmtilegri fyrirsagnir, eitthvað í líkingu við þetta:

Handtekinn á milli kl. 10-11 eftir rán í 10-11

 


mbl.is Handtekinn eftir rán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir stærðin máli? II

Einhver misskilningur virðist hafa farið á kreik varðandi pistil Eyvans hér á undan.  Svo virðist sem fólk hafi haldið að Eyvinn væri að skrifa um typpastærðir en svo er nú ekki enda slík mál ekki mikið rædd á heimili Eyvans.  Verið var að ræða stærðir á vinnuvélum.

En úr því að við erum nú komin út í typpastærðarumræðudæmi þá gerði Eyvinn sér lítið fyrir og kallaði móður sína, tilvonandi eiginkonu sína fallegu, bestu tengdamömmu í heimi og allar þær ömmur sem hann mögulega gat fundið til fundar í ráðherrabústaðnum við Kópubraut.  Góð mæting var á fundinn og miklar umræður sköp-uðust um typpastærðir og -smæðir.  Flest það sem sagt var á þessum fundi er ekki prenthæft, hvað þá nethæft, en flestar voru þó sammála um það að stærðin skipti ekki öllu máli þegar kæmi að þessum samskiptum kynjanna.


Skiptir stærðin máli?

Þessi spurning hefur komið upp nokkrum sinnum síðustu vikur og hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um þessi mál á heimili Eyvanns.  Það hefur komið fram að það fer svolítið eftir aðstæðum hverju sinni hvort stærðin skipti máli, það virðist fara svolítið eftir því hvað er verið að gera.  Dídan hefur mjög sterkar skoðanir á þessu viðkvæma máli og Mikka, au-pair stelpa hefur sínar skoðanir á þessu, báðar telja þær stærðina skipta mjög eða frekar miklu máli, því stærra því betra.  Eyvinn telur hinsvegar stærðina ekki skipta öllu máli heldur finnst honum skipta meira máli hvernig menn beita sér og hvort þeir séu snöggir að afgreiða hlutina.  

En hvaða vit hafa þær svosem á gröfum?    


Ef allir karlmenn væru eins og Eyvinn...

Eyvinn tók daginn snemma í morgun, vaknaði eins og alla morgna kl. 06.11 og hóf daginn á því sama og venjulega, húsverkum.  Eyvinn byrjaði á að ryksuga og þurrka af, svo var leirtaujið sett í þartil gerða vél og hreinsað og á meðan á öllu þessu stóð bakaði Eyvinn þessar líka fínu pönnukökur handa konu sinni tilvonandi og færði henni í rúmið.  Síðan voru börnin klædd í föt sín og haldið í gönguferð um hverfið, Eyvinn á það nefnilega til að leyfa Dídunni litlu fallegu að sofa út á svona frídögum.  Eftir gönguferðina með börnunum, skrapp Hr. E í höfuðstað Reykjanesbæjar, Keflavíkurhverfi og keypti blóm og pínu gotterí fyrir tilvonandi frú E, enda stúlkan staðið sig með stakri prýði í masternámi sínu og átti alveg skilið smá skammt af gúmmulaði.  

Næst á dagskrá hjá Eyvanum er að skella sér í þvott á fatnaði en Hr. E notar aldargamlar aðferðir við þá iðju, allt þrifið í höndum í tjörn einni tærri hér í týndu Njarðvík, en einhverra hluta vegna á Eyvinn svakalega erfitt með að læra á tæki þau er fólk notar við að þrífa þvott sinn.  Fatnaður á það til að koma alltof lítill og í nýjum litum útúr þessum hátæknibúnaði.

Bara ef allir karlmenn væru eins og Eyvinn, væri ekki lífið dásamlegt?


Hr. E. Stórhættulegur í umferðinni

Stóð mig að því í dag að borða pylsu með öllu nema steiktum og smá hráum, drekka kók, tala í símann, reykja mig í hel, lesa Moggann og keyra bíl, allt á sama tíma.  Ég ætti kannski að fá mér sjáfskiptan,  já eða bara bílstjóra...

Hræddur um að Óli vinur minn Guðmundsson umferðaröryggisgæji hefði ekki verið hress með kallinn hefði hann séð til hans.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband